Finnur Freyr Stefánsson hefur valið 28 manna æfingahóp fyrir U20 lið karla í körfubolta næsta sumar. Verkefnin eru Norðurlandamót 26. – 31. júní og svo Evrópumót 16. – 24.júlí. Grindvíkingar eiga þrjá fulltrúa í hópnum, þá Hilmi Kristjánsson, Hinrik Guðbjartsson og Jón Axel Guðmundsson. 28 manna æfingahópur er eftirfarandi í stafrófsröð: Bergþór Ægir Ríkharðsson – Fjölnir Breki Gylfason – Breiðablik …
Svekkjandi tap í Hólminum
Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik á árinu 2015 í gær þegar þær heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en síðan sigu heimakonur hægt og bítandi fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan 16 stiga sigur, 78-62. Grindavík var með nánast fullskipað lið eftir meiðslahrinu. Helga og Petrúnella voru báðar með en Björg er þó enn …
Björn Steinar í þjálfarateymi meistaraflokks karla
Eins og við greindum frá á dögunum þurfti Guðmundur Bragason að segja starfi sínu sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla lausu á dögunum sökum anna í vinnu. Eftirmaður hans er fundinn og hefur þegar hafið störf en það er annar reynslubolti úr körfunni, Björn Steinar Brynjólfsson. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í gær: Kæra stuðningsfólk. Eins og þið …
Firmamót knattspyrnudeildar UMFG og Eimskips
Mótið er haldið af nýstofnuðu liði ÍG sem ætlar að spila í 4. deild næsta sumar. Leikið verður í íþróttahúsinu 30. desember. Leikið með battaboltafyrirkomulagi. Þátttökugjald er 30.000 kr á lið. Skráning á umfg@centrum.is eða í 866‐9305 og 859‐1130
Kanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn Stólunum
Grindvíkar tóku á móti Tindastólsmönnum í Dominos deild karla í gærkvöldi, en þetta var fyrsti leikur Grindavíkur eftir brotthvarf Eric Wise sem reynir nú fyrir sér í S-Kóreu. Leikmannaglugginn opnast ekki fyrr en á nýju ári sem þýðir að Grindvíkingar verða Kanalausir í síðasta leik ársins sem er útileikur gegn grönnum okkar í Njarðvík. Fréttaritari síðunnar var forfallaður á leiknum …
Dregið í 8-liða úrslit bikarsins
Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikarsins. Grindavík er ríkjandi bikarmeistari kvenna, en þær mæta Haukum hér á heimavelli. Karlalið fékk útileik í sinni viðureign, en þeir heimsækja Fjósið í Borgarnesi þar sem 1. deilarlið Skallgríms tekur á móti þeim. 8-liða úrslit karlaNjarðvík b – Keflavík Þór Þorlákshöfn – HaukarSkallagrímur – GrindavíkHaukar b/KR – Njarðvík 8-liða úrslit kvenna …
Góður bikardagur hjá Grindavík í gær
Það var sannkölluð bikarveisla í Mustad-höllinni í gær. Hún byrjaði 16:30 þegar ríkjandi bikarmeistar kvenna tóku á móti 1. deildarliði Njarðvíkur og unnu þar nokkuð þægilegan sigur, 86-61, þar sem ungir og minna reyndir leikmenn fengu drjúgan spilatíma. Klukkan 19:15 komu svo ríkjandi bikarmeistarar karla, Stjarnan, í heimsókn og er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar pökkuðu þeim algjörlega …
Grindvíkingar misstu taktinn í seinni hálfleik
Grindvíkingar heimsóttu Hauka í Schenker-höllina í gær, í síðasta leik Eric Wise sem heldur nú í víking til S-Kóreu. Ekki var mikið skorað í leiknum en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-15, okkar mönnum í vil. Þeir leiddu svo einnig í hálfleik, 32-37 en Haukarnir léku afar vel í seinni hálfleik meðan fátt gekk upp hjá okkar mönnum og lönduðu …
Bikartvíhöfði í Mustad höllinni á sunnudaginn
Það verður svokallaður bikartvíhöfði í Grindavík núna á sunnudaginn. Klukkan 16:30 mætast Grindavík og Njarðvík í bikarkeppni kvenna og svo strax þar á eftir Grindavík og Stjarnan í karlaflokki kl. 19:15. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Grindavík!
Guðmundur Bragason lætur af störfum vegna anna
Guðmundur Bragason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í körfubolta það sem af er vetri, hefur beðist lausnar frá þjálfunarstörfum sökum mikilla anna í vinnu. Stjórnin sýnir Gumma fullan skilning og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Yfirlýsingu stjórnarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG …