Grindvíkingar mættu í Stykkishólm í gær í svokallaðan 4 stiga leik, en liðin eru að berjast um síðustu sætin, jafnvel í úrslitakeppninni í vor. Okkar menn mættu til leiks án þeirra Þorleifs og Páls Axels en Hilmir er kominn aftur af stað. Grindvíkingar voru fáliðaðir en heimamenn voru enn verr settir, aðeins með 9 menn á skýrslu. Það var því …
Grindavík sigraði Stjörnuna í fjórða sinn í gær
Grindavík sótti Stjörnuna heim í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi en þetta var í fjóra sinn sem liðin mætast í vetur. Fyrsti leikurinn var framlengdur spennuleikur hér í Grindavík sem vannst með einu stigi en þar með var tónninn sleginn og Grindavík hefur haft gott tak á Stjörnunni í vetur sem þær slepptu ekki í gær, lokatölur í Ásgarði 62-81. Með …
Aðalfundur GG – góður gangur hjá klúbbnum
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn núna um helgina í aðstöðu klúbbsins í golfskálanum við Húsatóftavöll. Rekstur klúbbsins gengur vel en hann skilaði hagnaði á síðasta ári. Þá er mikill vöxtur í starfsemi hans og uppbyggingin í gangi á vellinum í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa Lónið, eins og áður hefur verið greint frá. Stjórn klúbbsins sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu …
Tækniæfingar í Hópinu á miðvikudagsmorgnum
Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu miðvikudagamorgna frá kl.6.10 – 7.00 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.
KR-ingar bundu enda á bikardraum Grindvíkinga
Eftir að Grindavíkurkonur tóku sig til og völtuðu yfir Stjörnuna á sunnudaginn áttu Grindvíkingar möguleika á því að eiga fulltrúa í báðum bikarúrslitaleikjunum þetta árið. En til að komast þangað þurftu strákarnir að ryðja stórri hindrun úr vegi, KR. Framan af leik leit raunar út fyrir að það myndi hafast en eins og Þorleifur Ólafsson benti á í viðtali eftir …
Einstefna í Mustad höllinni í gær – Grindavík komið í bikarúrslitin
Grindavík og Stjarnan mættust í 4-liða úrslitum Powerade bikars kvenna í Mustad höllinni í gær, í leik sem var einstefna nánast frá upphafi og Grindavíkursigurinn aldrei í hættu. Stelpurnar hafa því tryggt sér sæti í úrslitaleiknum í Höllinni og geta varið titilinn síðan í fyrra en þær mæta Snæfelli í úrslitaleiknum. Strákarnir eiga svo heljarstórt verkefni fyrir höndum en þeir …
Bikarslagur gegn KR í kvöld
Í gær tryggðu stelpurnar sig í úrslitaleik Powerade bikarsins. Nú er komið að strákunum að fylgja þeim eftir. Þeir mæta KR í kvöld í Mustad höllinni og nú ríður á að mæta gul og glöð í stúkuna og hvetja strákana okkar áfram í úrslit. Leikurinn hefst kl. 19:15 Áfram Grindavík!
Sigur í baráttuleik gegn ÍR
Grindvíkingar tóku á móti ÍR í gær í Dominosdeild karla í leik sem varð alltof spennandi en okkar menn höfðu að lokum sigur, 86-82. Okkar menn færast því skrefi nær úrslitakeppninni en á mánudaginn bíður þeirra erfiður bikarleikur gegn KR og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna og fylla Mustad höllina. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og skrifaði umfjöllun sem …
Öruggur heimasigur gegn Hamri í gær
Grindavík tók á móti Hamri í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi. Stelpurnar voru eflaust staðráðnar í að rífa sig uppúr taphrinu í deildinni og nú var lag. Hamar var aðeins með einn sigur í deildinni fyrir gærkvöldið og síðast þegar liðin mættust kjöldrógu Grindavíkurkonur gestina, 102-48. Leikurinn í kvöld varð þó öllu jafnari en Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur, …
Tvö töp á nýju ári
Baráttan um sæti í úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna er hörð þetta tímabilið, enda sjö lið að keppast um fjögur sæti. Baráttan hefur ekki farið nógu vel af stað hjá okkar konum á nýju ári, þrátt fyrir glæsilegan sigur á Haukum í bikarnum, en liðið hefur tapað báðum leikjum ársins og fjórum leikjum í röð í deildinni. Eftir tap gegn Val í …