Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stelpurnar í minni bolta (stelpur fæddar 2004-2005) sigruðu Keflvíkinga í úrslitaleik um titilinn. Jafn var á öllum tölum að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þá var aftur jafnt og því réðust úrslitin með gullkörfu, lokatölur 18-20. Til hamingju með titilinn stelpur! Grindvíkingar hafa haft mikla yfirburði í þessum flokki …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2016 kl 20:00 fundurinn verður haldinn í Gjánni aðstöðu UMFG við Austurveg 1 venjuleg aðalfundarstörf.
Sigurpáll tók brons um helgina
Íslandsmót fullorðina hjá Júdósambandi Íslands fór fram á laugardaginn. Sigurpáll Albertsson keppti fyrir hönd Grindavíkur og stóð sig gríðarlega vel og hampaði bronsi í einum erfiðast flokki sem til er í júdó, -90 kg. Til hamingju með þennan frábæra árangur, Sigurpáll!
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram fimmtudaginn 21. apríl næstkomandi kl.20.00 í Gjánni. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, Stjórn KKD. UMFG
Fundur fimleikadeildar
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 verður fundur í Gjánni/íþróttamiðstöð hjá fimleikadeildinni kl 20:00 Fundarefni er: Kosning formanns deildarinnar Stjórnarkjör Og önnur mál Vonandi sjáum við sem flesta foreldra á fundinum. Stjórn fimleikadeildarinnar
Jón Axel í víking í haust – fetar í fótspor Steph Curry
Karfan.is greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að Jón Axel Guðmundsson, sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkur undanfarin ár, muni leggja land undir fót og leika körfubolta í Davidson háskóla í Bandaríkjunum næstu ár. Þetta er risastórt skref uppá við fyrir Jón Axel og mun væntanlega opna honum ýmsar dyr í framtíðinni en Davidson er einn af stærri háskólunum …
Aðalfundur UMFG 2016
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2016 kl 20:00 fundurinn verður haldinn í Gjánni aðstöðu UMFG við Austurveg 1 venjuleg aðalfundarstörf.
Oddaleikur hjá stelpunum í kvöld
Eftir að Grindavík tapaði fyrir Haukum í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrvalsdeild kvenna á föstudaginn, þá er komið að oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld kl. 19:15. Sigurliðið mætir Snæfelli í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík hefur ekki komist í úrslitaeinvígi um titilinn síðan 2005. Grindavík vann tvo fyrstu leikina í einvíginu en Haukar eru búnir að jafna metinn. Það er ljóst …
Æfingagjöldin
UMFG vill minna foreldra á að æfingagjöld fyrir árið 2016 er 28.000.- kr og verður rukkað fyrir 6 mánuði í senn eða 14.000.- kr jan-júní og svo sama fyrir júlí-des. Æfingagjöld greiða þau sem verða 6 ára á almannaksárinu eða ef barn æfir íþróttir frá því að það verður 5 ára að verða 6 ára þá greiðir það æfingagjöld og …
Fýluferð á Ásvelli í gær
Grindvíkingum tókst ekki að fylgja eftir tveimur frábærum sigrum á Haukum í Hafnarfirði í gær og einvígið stendur því áfram, staða 2-1 fyrir Grindavík. Haukar mættu dýrvitlausir til leiks í gær og Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í leiknum, lokatölur 72-45 eftir afar erfiðar leik sóknarlega hjá Grindavík. Það verður því leikur í Mustad-höllinni á föstudaginn þar sem Grindavík fær …