Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minni bolta stúlkna

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stelpurnar í minni bolta (stelpur fæddar 2004-2005) sigruðu Keflvíkinga í úrslitaleik um titilinn. Jafn var á öllum tölum að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þá var aftur jafnt og því réðust úrslitin með gullkörfu, lokatölur 18-20. Til hamingju með titilinn stelpur!

Grindvíkingar hafa haft mikla yfirburði í þessum flokki í vetur og aðeins tapað einum leik fyrir mótið um helgina, en alls voru þrjú lið send til keppni í vetur frá okkur.  Helstu andstæðingar þeirra í vetur hafa verið stúlkurnar í Keflavík og mættust þessi tvö lið í hreinum úrslitaleik í lokaleik mótsins. Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa forystuna allan leikinn. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan jöfn 14 – 14 og því þurfti að grípa til framlengingar.

Hvort lið um sig skoraði 4 stig í framlengingunni og var staðan því jöfn á ný 18 – 18 að lokinni fyrstu framlengingu. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi í minni bolta er leikurinn aðeins framlengdur tvisvar sinnum, því í annarri framlengingu er engin leikklukka heldur skal leikið þangað til annað liðið skorar. Stúlkurnar í Keflavík byrjuðu seinni framlenginguna og sóttu hart að körfunni en okkur stúlkur brutu sókn þeirra á bak aftur. Grindavíkurstúlkur héldu í sókn, spiluðu boltanum vel á milli sín og náðu að lokum góðu skoti sem ratað ofan í körfuna. Þjálfari liðsins er Ellert Magnússon.

Heimasíðan óskar liðinu til hamingju með frábæran árangur.