Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna um helgina í leik sem var sæmilega spennandi framan af en í þriðja leikhluta tóku gestirnir öll völd á vellinum og lokuðu leiknum nokkuð afgerandi, 65-89. Stelpurnar fá núna nokkra daga til að safna vopnum sínum á ný en þær eiga útileik gegn nýliðum Skallagríms á miðvikudaginn. Karfan.is var í Mustad-höllinni: Keflvíkingar …

Grindavík tróð sokk upp í alla gagnrýnendur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hóf leik í Dominosdeild-karla á fimmtudaginn með heimaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingum er ekki spáð góðu gengi í vetur meðan að sumir hafa verið að spá Þórsurum titilbaráttu. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með 15 stiga forskot en Grindavík skoruðu 17 síðustu stig leiksins og unnu því að lokum 73-71. Karfan.is fjallaði um leikinn: …

Góður árangur á haustmóti Júdósambands Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Júdódeild UMFG hélt um helgina haustmót Júdósambands Íslands fyrir keppendur 21 árs og yngru. Mættir til leiks voru rúmlega 50 keppendur og þar af voru Grindvíkingar hlutfallslega flestir, með 12 keppendur. Alls nældi okkar fólk í 10 verðlaun, þar af 4 gull, 4 silfur og 2 brons. Úrslit þar sem Grindvíkingar komust á pall: St. U13 -40 (2)1. Ágústa OLSSON …

Stelpurnar opnuðu tímabilið með sigri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dominos-deild kvenna hófst í gær og tóku okkar konur á móti Haukum í sínum fyrsta leik. Lið Hauka er vart svipur hjá sjón frá síðasta tímabili, en sterkustu leikmenn liðsins eru farnir annað eða í barneignarleyfi. Haukum er því 7. og næst neðsta sætinu í ár en Grindavík því 3. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað, staðan 18-16 eftir fyrsta …

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld – Haukar koma í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld og er fyrsti leikur vetrarins hjá Grindavíkurkonum heimaleikur gegn Haukum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Fyrir leik verður hitað upp með grillveislu í blíðunni og verða hamborgar til sölu ásamt árskortum í Gjánni fyrir leik. Skellum okkur á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs. Af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar: „Jæja Grindvíkingar !! Það er nú komið nett …

Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá er vantar alltaf áhugasama einstaklinga.  Körfuknattleikur fer fram hringinn í kringum landið svo sama hvar þið áhugasömu einstaklingar eruð niðurkomnir er …

Óli og Alex þjálfari og leikmaður ársins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf Inkasso-deildarinnar var haldið síðastliðið föstudagskvöld og voru Grindvíkingar áberandi bestir þar. Fyrirliðar og þjálfarar í deildinni kusu í lið ársins, þjálfara ársins og besta leikmann deildarinnar. Í lið ársins voru þeir Jósef Kristinn Jósesson og Alexander Veigar Þórarinsson valdir í byrjunarliðið og Björn Berg Bryde og Gunnar Þorsteinsson á bekkinn. Þá var Alexander valinn besti leikmaður ársins og Óli …

Snæfell meistari meistaranna eftir sigur á Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Um helgina var leikið um titilinn „meistari meistaranna“ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs í opnunarleik tímabilsins. Þar sem að Snæfell hreppti báða titlana á síðasta tímabili lék Grindavík gegn þeim í þessum leik, en Grindavík var liðið sem lék gegn Snæfelli í úrslitum bikarsins. Leikurinn var nokkuð jafn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en með góðu áhlaupi …

Stelpunum spáð 3. sæti, strákunum því 10.

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Dominos-deildum karla og kvenna hafa spáð fyrir um gengi liðanna í vetur. Niðurstöðurnar voru kynntar á hádegisfundi hjá KKÍ í dag og er spáin ágæt hjá stelpunum en þeim er spáð 3. sætinu í vetur, á eftir Snæfelli og nýliðum Skallagríms. Ef eitthvað er að marka spána fyrir strákana verður á brattann að sækja …

Búningasölu körfuboltans frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Fyrirhugaðri búningasölu körfuboltans sem átti að fara fram mánudaginn 3. október hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.