Búningasala hjá körfuboltanum á fimmtudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður fimmtudaginn 13. október, frá kl 16-18 í Gjánni.
Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.
Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp gulan og glaðan fyrir veturinn!