Ingunn Embla og Ingibjörg frá næstu vikur vegna meiðsla

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur í körfunni hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku en karfan.is greindi frá því í kvöld að þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir verði báðar frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Um töluvert högg er að ræða fyrir liðið en þær stöllur hafa skipt með sér leikstjórnendastöðunni í upphafi móts. 

Frétt Körfunnar um málið:

„Leikmenn Grindavíkur, þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, eru báðar meiddar og verða að öllum líkindum frá næstu 2 vikurnar. Ingibjörg er með brotið rifbein eftir að hafa meiðst í leik um meistara meistaranna. Ingunnn er úlnliðsbrotin eftir að hafa sett hann fyrir sig við fall á æfingu á mánudaginn síðastliðinn, en brot hennar mun þurfa að skoða aftur eftir 2 vikur og verður þá ákveðið af lækni hvort hún þarf að fara í aðgerð á honum eða ekki.“