Grindavík tróð sokk upp í alla gagnrýnendur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hóf leik í Dominosdeild-karla á fimmtudaginn með heimaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingum er ekki spáð góðu gengi í vetur meðan að sumir hafa verið að spá Þórsurum titilbaráttu. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með 15 stiga forskot en Grindavík skoruðu 17 síðustu stig leiksins og unnu því að lokum 73-71.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Grindavík mætti Þór Þórlákshöfn í fyrsta leik Dominos deildar karla. Leikurinn var æsispennandi á köflum og þá sérstaklega á lokasekúndunum.

Þáttaskil
Leikurinn var spennandi í fyrri hálfleik en Þór Þorlákshöfn átti leikinn í þriðja leikhluta og voru 9 stigum yfir í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar voru ekki hættir og náðu að minnka muninn niður í 68 – 71 og síðan að jafna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir og staðan jöfn tókst Lewis Clinch að setja tveggja stiga körfu og staðan þar af leiðandi orðin 73 – 71. Þór Þorlákshöfn reyndu að jafna en þeim mistókst.

Tölfræðin lýgur ekki
Alltof mikið var um tapaðan bolta í leiknum en þeir voru 37 talsins. Hvort lið um sig tapaði 18/19 boltum. Vítanýting var ekki góð í leiknum en var hún um 70% hjá báðum liðum. Tók maður meira eftir því hjá Grindvíkingum að þeir væru að klúðra vítunum þar sem þeir voru að klúðra mikilvægum vítum þegar þeir voru meira en 10 stigum undir.

Hetjan

Lewis Clinch hefur engu gleymt og átti hörku leik. Hann skilaði 37 stigum fyrir Grindvíkinga. Fyrir Þór Þorlákshöfn stóð upp úr Tobin Carberry ásamt Maciej Baginski. Kjarninn Grindvíkingar byrja vel með því að vinna sér inn 2 stig í upphafi tímabils.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun / Jenný Ósk Óskarsdóttir
Myndir / SBS

Viðtal við Jóhann þjálfara eftir leik: