Domino’s-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til …
Slaufur
Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.
Róbert Haraldsson stýrir stelpunum í Pepsi-deildinni að ári
Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni. Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti. Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni. Róbert þjálfaði karlalið Tindastóls árin 2007 og 2008 og árið 2010 var hann …
Æskan og ellin að tafli í Víðihlíð
Föstudaginn 25. nóvember mætti hluti af krökkunum sem æfa skák hjá skáknefnd UMFG upp í Víðihlíð til að taka áskorun sex eldri borgara. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og uppskáru nokkra ljúffenga sigra gegn þessum öldnu köppum sem hafa margra áratuga reynslu í að hreyfa spítukarlanna fram til sigurs. Það er nú einn af stórum kostunum við skákíþróttina að aldurinn eða …
Skrifað undir samninga í Gula húsinu
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017. Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára. …
Grindavík valtaði yfir Snæfell – 1. sætið staðreynd
Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino’s deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum. Allir leikmenn Grindavíkur fengu drjúgan spilatíma í gær …
Snæfell í heimsókn í kvöld
Grindavík tekur á móti Snæfelli í Domino’s deild karla í kvöld í Mustad höllinni. Hólmarar hafa ekki unnið einn einasta leik í vetur og ætlum við Grindvíkingar ekki að láta þá komast upp með að breyta því í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs. Áfram Grindavík!
Jólasýning fimleikadeildarinnar
Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin næstkomandi laugardag, þann 26. nóvember, í íþróttahúsinu. Salurinn verður opnaður kl 12:40 og hefst sýningin tímanlega kl 13:00.Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn 6-16ára. Frítt er fyrir börn undir 6 ára í fylgd með fullorðnum.
Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG
Körfuknattleiksdeild UMFG hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur í kjölfar fjölliðamóts 9. flokks kvenna í Reykjanesbæ um liðna helgi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9.flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum …
Grindavík fyrsta liðið til að vinna í Keflavík
Grindavík varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til að vinna Keflavík á heimavelli í vetur, þrátt fyrir að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík eins og spekingarnir segja. Lokatölur urðu 96-102 Grindavík í vil en jafn var á flestum tölum megnið af leiknum. Bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir áttu mjög góðan leik, Lalli með 18 stig á 16 mínútum og Ólafur …