Dominos-deild kvenna rúllar af stað á ný – Skallagrímur í heimsókn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Domino’s-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til að kíkja á völlinn og styðja okkar stelpur til sigurs.

Nú ef þið nennið ekki á völlinn, þá er leikurinn líka í beinni á Stöð 2 sport.