Grindavík valtaði yfir Snæfell – 1. sætið staðreynd

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino’s deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum. 

Allir leikmenn Grindavíkur fengu drjúgan spilatíma í gær og liðsheildin skilaði sínu vel. Lewis Clinch Jr. var þó fremstur meðal jafningja, skoraði 25 stig og var sjóðheitur fyrir utan þriggjastiga línuna, með 5/7 í skotum. Eftir þennan sigur deilir Grindavík toppsætinu í deildinni með KR og Stjörnunni sem töpuðu bæði í gær.

Tölfræði leiksins

Mynd: Karfan.is á Facebook