Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur 21. janúar
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur verður haldinn í golfskálanum að Húsatóftum laugardaginn 21. janúar 2017, kl.13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Golfklúbbnum vantar sjálfboðaliða til ýmissa nefndarstarfa, áhugasamir hafi samband við Halldór formann eða senda línu á gggolf@gggolf.is. Félagar GG eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.Stjórnin.
Tilnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2016
Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi: Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016 Alexander Veigar Þórarinssontilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG …
Linda Eshun tryggði Ghana brons í Afríkubikarnum
Linda Eshun, leikmaður Grindavíkur er einnig landsliðskona hjá Ghana. Hún spilaði með landsliðinu í Afríkubikarnum fyrr í desember og er skemmst frá því að segja að hún tryggði liðinu bronsið á mótinu með því að skora sigurmarkið í 1-0 sigri á S-Afríku. Linda var öflug í liði Grindavíkur í sumar en hún skoraði 6 mörk í 14 leikjum og var …
Grindvíkingar áberandi á uppskeruhátíð Judosambandsins
Uppskeruhátíð Judosambands Íslands var haldin síðastliðin laugardag og þar fengu 4 Grindvíkingar viðurkenningar. Þeir Sigurpáll Albertsson og Ármann Sveinsson hlutu viðurkenningu fyrir að hafa lokið prófi til svartabeltis í judo eða 1.dan. Arnari Má Jónssyni var veitt bronsmerki Judosambandsins fyrir uppbyggingu barna og unglinga judo bæði í Grindavík og Vogum. Gunnar Jóhannesson hlaut síðan heiðursgráðun í 3. dan fyrir margra …
Grindvíkingar sigursælir á jólaskámóti Samsuð og Krakkaskákar
Glæsilegt Jólaskákmót var haldið í fimmta sinni á vegum Samsuð og Krakkskákar laugardaginn 17. desember síðastliðinn. Mótið var haldið í Gerðaskóla og 48 keppendur mættu til leiks. Þeir voru úr flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Grindvíkingar, Njarðvíkingar og Garðbúar voru fjölmennastir þátttakanda. Skemmst er frá því að segja að Grindvíkingar tóku efsta sætið í öllum flokkum nema flokki eldri pilta en …
Emma og Lauren áfram með Grindavík
Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG endurnýjaði samninga við tvo lykilleikmenn síðastliðinn föstudag en þá skrifuðu þær Emma Higgins og Lauren Brennan undir nýja samninga og leika því með liðinu í Pepsi-deildinni að ári. Emma Higgins kom fyrst til Grindavíkur sumarið 2010 og hefur leikið 93 leiki á Íslandi, 86 þeirra með Grindavík, en hún lék með KR sumarið 2012. Hún er einnig …
Sam Hewson til Grindavíkur (staðfest)
Knattspyrnudeild UMFG gekk í gær frá samningum við hinn enska Saw Hewson, en Sam hefur leikið með FH undanfarin ár. Þar áður lék hann með Fram en er uppalinn í unglingaliði Manchester United og er því annar leikmaður Grindavíkur úr United á eftir Lee Sharpe. Hann er jafnframt annar leikmaður FH sem gengur til liðs við Grindavík á þessu ári. …
Grindavík í 4. sæti yfir jólin
Grindavík fer heldur betur með góðan jólapakka með sér í jólafrí frá Domino’s deild karla þessi jólin en þegar deildin er hálfnuð situr Grindavík í 4. sæti deildarinnar. Okkar menn unnu góðan útisigur á Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í gær, 80-95, og hafa nú unnið 7 leiki en tapað 4. Karfan.is gerði leiknum skil: „Grindavík verður í fjórða sæti Dominos deildar …
Stuðningsmaður ársins 2016
Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015.