Grindvíkingar sigursælir á jólaskámóti Samsuð og Krakkaskákar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Glæsilegt Jólaskákmót var haldið í fimmta sinni á vegum Samsuð og Krakkskákar laugardaginn 17. desember síðastliðinn. Mótið var haldið í Gerðaskóla og 48 keppendur mættu til leiks. Þeir voru úr flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Grindvíkingar, Njarðvíkingar og Garðbúar voru fjölmennastir þátttakanda. Skemmst er frá því að segja að Grindvíkingar tóku efsta sætið í öllum flokkum nema flokki eldri pilta en þar varð Hjörtur Klemensson í 2. sæti. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum.

Nettó gaf glæsilega happadrættisvinninga í lok mótsins eins og vanalega á þessu skákmóti. Keppnin var spennandi allt fram á síðustu stundu.

Sigurvegarar í yngri flokki stúlkna:

1. Svanhildur Róbertsdóttir Grindavík
2. Birta Eiríksdóttir Grindavík
3. Ólöf Bergvinsdóttir Grindavík

Þær eru einnig núverandi Íslandsmeistarar í liðakeppni grunnskóla yngri stúlkur.

Sigurvegarar í yngri flokki pilta:

1. Sigurður Bergvin Ingibergsson Grindavík
2. Andrés Kristinn Haraldsson Reykjanesbæ
3. Hjörtur Líndal Jónsson Garði

Sigurvegarar í eldri stúlkur:

1. Nadía Arthúrsdóttir Grindavík
2. Lovísa Ólafsdóttir Sandgerði
3. Aþena Rún Helgadóttir Sandgerði

Sigurvegarar í eldri pilta:

1. Sólon Siguringason Reykjanesbær
2. Hjörtur Jónas Klemensson Grindavík
3. Róbert Birmingham Reykjanesbær