Grindvíkingar áberandi á uppskeruhátíð Judosambandsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Judó

Uppskeruhátíð Judosambands Íslands var haldin síðastliðin laugardag og þar fengu 4 Grindvíkingar viðurkenningar. Þeir Sigurpáll Albertsson og Ármann Sveinsson hlutu viðurkenningu fyrir að hafa lokið prófi til svartabeltis í judo eða 1.dan. Arnari Má Jónssyni var veitt bronsmerki Judosambandsins fyrir uppbyggingu barna og unglinga judo bæði í Grindavík og Vogum. Gunnar Jóhannesson hlaut síðan heiðursgráðun í 3. dan fyrir margra ára starf í þágu judo á Íslandi.

Við óskum þessum köppum hjartanlega til hamingju með árangurinn og viðurkenningarnar.