Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-Höllinni í kvöld þegar að KR-ingar koma í heimsókn. Grindvíkingar ætla sér tvö stig og ekkert annað. En þó svo að leikurinn skipti máli í kvöld þá skiptir meira máli að Körfuknattleiksdeild UMFG hefur ákveðið að öll innkoma á leiknum í kvöld renni til Óla Más, Lóu og þeirra fjölskyldu vegna fráfals Ölmu Þallar. Hugur …
Skáknefnd UMFG mætti eldri borgurum í annað skipti
Æskan og ellin eins og við köllum okkar keppni var haldin í annað sinni í húsnæði eldri borgara (Víðihlíð) á dögunun. Eldri borgarar tóku vel á móti æskunni sem í þetta skiptið var ákveðin í því að yfirstíga sína óttablöndnu virðingu fyrir þeim eldri þegar þau myndu etja kappi við þá á skákborðinu. Þetta var mikil skemmtun hjá báðum félögum …
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur á laugardaginn
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur verður haldinn í golfskálanum að Húsatóftum laugardaginn 21. janúar 2017, kl.13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Golfklúbbnum vantar sjálfboðaliða til ýmissa nefndarstarfa, áhugasamir hafi samband við Halldór formann eða senda línu á gggolf@gggolf.is. Félagar GG eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.Stjórnin.
Strákarnir áfram í bikarnum eftir sigur á Þórsurum
Eftir að hafa hikstað aðeins í tveimur síðustu deildarleikjum náðu Grindvíkingar að rétta úr kútnum á ný með góðum sigri á Þór á Akureyri í Maltbikarnum. Það var ekki mikið skorað í leiknum sem var jafn framan af en uppúr hálfleik náðu okkar menn betri tökum á leiknum og lönduðu að lokum sigri, 61-74. Á heimasíðu Þórasara, thorsport.is, var fjallað …
Angela Rodriguez nýr leikmaður Grindavíkur
Grindvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Ashley Grimes af hólmi en Grimes snéri ekki aftur til Íslands eftir jólafrí. Arftaki hennar heitir Angela Rodrigues, 26 ára bakvörður af bandarískum og mexíkóskum ættum. Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina, sagði …
Leikjum Grindavíkur í dag frestað
Búið er að fresta leikjum hjá Grindavík í kvöld vegna banaslyss sem varð í morgun á Grindavíkurveginum. Leikur Hauka og Grindavík í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld fer fram annað kvöld kl. 19:15. Bikarleik Ármanns/Stjörnunnar og Grindavíkur í 10. flokki stúlkna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Nýr tími kynntur síðar. …
Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn
Körfuknattleiksdeildin verður með búningasölu föstudaginn 13. janúar, frá kl. 17:00 til 18:00 í Gjánni.Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru líka seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr.
Flöskusöfnun kvennaliðs Grindavíkur á morgun, sunnudag
Hin árlega flöskusöfnun leikmanna kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, fer fram á morgun, sunnudag og munu skvísurnar skjótast úr startblokkunum kl. 11:00 og ganga í öll hús í Grindavík. Kjörið tækifæri að losa sig við dósir og flöskur og styðja við gott málefni í leiðinni. Áfram Grindavík!
Tíu öflugir ungir íþróttamenn fengu hvatningarverðlaun UMFG 2016
Um leið og við útnefndum og verðlaunuðum okkar besta íþróttafólk núna á gamlársdag, þá fengu tíu efnilegir ungir íþróttamenn einnig viðurkenningar sem kallast Hvatningarverðlaun UMFG. Hér að neðan má lesa textana sem fylgdu þeirra tilnefningum. Við óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með verðlaunin. Angela Björg Steingrímsdóttir – körfuknattleiksdeild Angela Björg er afar samviskusöm og dugleg, leggur sig alla fram …
Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Þorlákshöfn
Grindvíkingar leika sinn fyrsta leik eftir jólafrí í Domino’s deild karla í kvöld þegar þeir heimsækja Þorlákshöfn. Fyrri viðureign liðanna lauk með sigri Grindavíkur í miklum spennuleik, 73-71. Síðan þá hafa okkar menn verið á nokkuð góðu róli í deildinni og fóru í fríið í 4. sæti. Vonandi fór jólafríið vel í strákana og þeim tekst að opna nýja árið …