Skáknefnd UMFG mætti eldri borgurum í annað skipti

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Æskan og ellin eins og við köllum okkar keppni var haldin í annað sinni í húsnæði eldri borgara (Víðihlíð) á dögunun. Eldri borgarar tóku vel á móti æskunni sem í þetta skiptið var ákveðin í því að yfirstíga sína óttablöndnu virðingu fyrir þeim eldri þegar þau myndu etja kappi við þá á skákborðinu. Þetta var mikil skemmtun hjá báðum félögum og fóru leikar þannig að ellin fékk 33.5 vinninga og æskan 24.5 vinninga.

Þetta var heilmikil bæting hjá krökkunum og ég spái því að í næstu keppni mun það verða tæpara á milli. Ungur nemur gamall temur og þeirra er framtíðin. Við stefnum á að bjóða gestum að koma að horfa á okkur í næstu keppni sem við ætlum að halda í Gjánni og munum auglýsa síðar. Þar verða eldri borgarar okkar gestir í æfingarastöðu UMFG. Við munum auglýsa viðburðinn síðar á fréttamiðlum Grindavíkur.

Siguringi Sigurjónsson,
þjálfari skáknefndar UMFG