Leikjum Grindavíkur í dag frestað

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Búið er að fresta leikjum hjá Grindavík í kvöld vegna banaslyss sem varð í morgun á Grindavíkurveginum.

Leikur Hauka og Grindavík í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld fer fram annað kvöld kl. 19:15.

Bikarleik Ármanns/Stjörnunnar og Grindavíkur í 10. flokki stúlkna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Nýr tími kynntur síðar.

 

KKI.is greinir frá