Rífandi gangur í judo-deild UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Judo-deild UMFG hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir breyttar aðstæður en í dag æfa um 20 börn með deildinni ásamt nokkrum fullorðnum. Deildin er í samstarfi við Judofélag Reykjanesbæjar í Bardagahöllinni upp á Iðavöllum. Starfið gengur vel og voru nokkrir krakkar úti í Skotlandi í æfingabúðum á dögunum. UMFG átti keppendur bæði á Haustmóti ÍSÍ og á Íslandsmóti yngri …

Samvera – ert þú búinn að sækja um styrk?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stjórn Samveru, styrktarsjóðs fyrir grindvísk börn, vill komandi eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Kæru Grindvíkingar. Við viljum minna á að sjóðurinn okkar er enn virkur, þó það hafi vissulega gengið vel að koma styrkjum út. Á dögunum tók stjórn sjóðsins þá ákvörðun að útvíkka úthlutunarreglur hans og nú geta forráðamenn einnig sótt um í sjóðinn vegna tómstunda barna frá Grindavík, t.d …

Grindavíkurhjartað slær stolt í nýjum búningum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ungir körfuboltaiðkendur úr Grindavík hafa komið sér fyrir í nýjum liðum út um allt land og það hafa orðið sannkallaðir fagnaðarfundir á fyrstu mótum haustsins þar sem gamlir vinir hafa hist á ný í nýjum búningum. Við höfum fengið nokkrar myndir sendar sem við deilum áfram hér en ef þið lumið á fleiri myndum sem þið viljið koma á framfæri …

Grindvískir yfirburðir á Íslandsmeistaramótinu í pílu

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Íslandsmót félagsliða 2024 í pílu fór fram á dögunum og má með sanni segja að lið Grindavíkur hafi haft þar algjöra yfirburði en Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði lið Grindavík 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar en heildarstig Grindavíkur í flokknum voru ljóðræn 240 stig. Kvennaliðið vann einnig yfirburða sigur með …

Auka aðalfundur knattspyrnudeildar í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Auka aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í dag, mánudaginn 30. september. Fundurinn fer fram í Safamýri og hefst kl. 18:00. Samþykkt var á aðalfundi deildarinnar í mars að halda auka aðalfund vegna kosningu stjórnar við lok tímabils. Á dagskrá er því aðeins eitt mál, að öðrum málum undanskildum. Dagskrá fundar: 1. Stjórnarkjör. 2. Önnur mál. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

Grindvískir Íslands- og bikarameistarar í Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þrátt fyrir að starf yngri flokka hjá UMFG liggi nú niðri um stundarsakir þá eru iðkendur okkar á fullri ferð með öðrum liðum og eru að gera það gott á nýjum vígstöðvum. Á dögunum eignuðumst við til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistara þegar þær Lára Kristín Kristinsdóttir og Natalía Nótt Gunnarsdóttir lyftu tveimur bikurum á loft með nokkurra daga …

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2023 fer fram miðvikudaginn 22. maí 2024 næstkomandi í Safamýri 26, 108 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG

Auka aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 18.apríl 2024

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til auka aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi og verð hann haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, veislusal á 2 hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá verður farið yfir ársreikninga ársins 2023 og önnur málefni. Aðalfundur verður svo haldinn í júní 2024 að loknu tímabilinu og verður þá kosið í stjórn og …

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG mars 2024

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna, UMFG

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram þriðjudaginn 26. Mars 2024 kl. 18:00 í nýju aðstöðu knattspyrnudeildarinnar Safamýri 26, Reykjavík. Dagskrá: 1) Fundarsetning. 2) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Kosning til formanns. 6) Kosning til stjórnar. …

Íþróttafólk Grindavíkur 2023

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, UMFG

Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson voru um helgina útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Grindavíkur 2023. Karlalið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2023 og körfuknattleiksþjálfarinn Danielle Rodriguez þjálfari Grindavíkur 2023. Fleiri verðlaunaafhendingar voru afhentar og eru þær á heimasíðu Grindavíkurbæjar https://grindavik.is/v/27022 Við fengum góðfúslegt leyfi frá Steinunni Dagný Ingvarsdóttur móður Alexanders til að setja myndina af honum hér …