Í dag var nokkuð góður árangur hjá okkar fólki á unglingalandsmótinu Margrét Rut Reynisdóttir vann silfur og Alexander Már Bjarnason unnu silfur og gull í boðsundi hérna á Egilsstöðum og stelpurnar halda áfram að sigra í sínum leikjum og eru efsta sæti með grænu skvísunum í knattspyrnu og 3 leikir eftir. Ingibjörg Sigurðardóttir spilar einnig með keflavík í körfubolta og …
Lokahóf Sunddeildar
Sunddeildin hélt lokahóf sitt í blíðskaparveðri á miðvikudaginn síðastliðinn Farið var víða um bæinn í ratleik sem endaði á tjaldstæðinu, þar voru grillaðar pylsur, og ís í eftirrétt. Æfingar hefjast að nýju 2. ágúst
Sundmót Sjóarans síkáta
Sundmót Sjóarans síkáta fór fram í sundlaug Grindavíkur á laugardaginn. Þátttaka var góð að þessu sinni en gestir komu frá 7 liðum allstaðar af landinu, meðal annars frá Reyðarfirði. Grindvíkingar unnu stakkasundið sem er eftirsóttasti verðlaunabikarinn á mótinu í fyrsta sinn en hingað til höfum við þurft að horfa á eftir honum fara í reykjanesbæ og kópavog. Haraldur Hjálmarssontók myndir …
Opnar Morgunæfingar hjá sunddeild
Nú fram að sumarfríi sunddeildar verða morgunæfingarnar opnar almenningi. Magnús Már Jakobsson Sundþjálfari ætlar að segja þeim til sem mæta á morgunæfingarnar kl 6 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Verð fyrir þessar æfingar er 4000 kr fyrir mánuðinn. Allir velkomnir Byrjendur og lengra komnir.
Sundsýning hjá sundiðkendum
Á föstudaginn 15 apríl klukkan 16:00 verður haldin sundsýning barna sem eru að æfa sund hjá UMFG og er þetta jafnframt síðasta æfing fyrir páska og fá allir einhvern páskaglaðning að lokinni sýningunni. Æfingar hefjast aftur þriðudaginn 26. apríl samkvæmt stundaskrá. Foreldrar og allir aðrir velkomnir.
Selfossmeistaramót í sundi
Grindvíkingar mættu á Meistaramót Selfoss í sundi 27 mars. Það er óhætt að segja að okkar fólk hafi staðið sig vel . Grindvíkingar unnu flestar greinarnar og okkar yngri sundmenn stóðu sig vel og bættu sig verulega enda virkilega flottir krakkar þarna á ferð . Í 6 ára og yngri Keppu þeir Alexander Hrafnar Benediktsson , Svanþór Rafn Róbertsson og …
Aðalfundur Sunddeildar UMFG
Aðalfundur Sunddeildar UMFG Verður haldinn í aðstöðu UMFG við Ásabraut þriðjudaginn 29. mars kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf Allir velkomnir. Stjórnin
Bein úrslit úr Gullmóti KR
Flottur árangur var á fyrsta hluta Gullmóts KR þar sem allir voru að bæta tíma sína verulega. Öll úrslit er hægt að finna Hérna um leið og riðlarnir klárast
Opin vinaæfing
í dag var hjá sunddeildinni vinaæfing þar sem iðkendur buðu vinum sínum á æfingu þar sem var farið í nokkra skemmtilega sundleiki og endað á pottinum þar sem yfir 50 krakkar á öllum aldri fylltu heitapottinn. eftir æfinguna var farið í Hópsskóla þar sem boðið var uppá pizzur og horft á eina bíómynd. Myndir koma inn við fyrsta tækifæri.
Gullmót KR Keppendalistar ofl
Eins og kom fram í pósti frá Magga þá er gullmót KR um helgina og er ég búinn að finna tímasetningar og keppendalista. til upplýsinga fyrir þá sem eru ekki vanir að fara á sundmót í skjálinu frá Magga er númer skrifað t.d. svona #8 fyrir framan nafn keppanda og það er númerið á greininni t.d er #8 50m Bringusund …