Synt verður á vöktum alla helgina. Það verður mikið um að vera hjá sundfólkinu okkar um helgina, A og B hópar munu synda á vöktum og gista í kjallara sundlaugarinnar. Yngri iðkendur synda að deginum til. Eldri krakkarnir standa fyrir vöfflusölu í anddyri sundlaugarinnar á laugardag kl 11-17 og sunnudag kl 11-14 til fjáröflunar fyrir æfingabúðir erlendis næsta sumar.
Áheitasöfnun fyrir maraþonsund til styrktar Garðari Sigurðssyni
Krakkarnir í sunddeildinni munu um þessa helgi ganga í hús og safna áheitum á maraþonsund sem þreytt verður helgina 23-25 sept Garðar greindist s.l. vor með góðkynja heilaæxli sem er staðsett við talstöðvar heilans og hefur hann verið frá vinnu að undanförnu vegna veikinda sinna. Elstu börn deildarinnar ganga í hús um helgina og safna áheitum sem munu renna óskipt …
Iðkendum fjölgar hjá sunddeild UMFG
Jódís Erna tekur við mætingabikarnum fyrir bestu mætingu í ágústmánuði. Starfssemi sunddeildarinnar fer vel af stað og það er fjölgun í iðkendahóp. Þrekæfingar eru alla virka daga hjá A hóp á undan sundæfingum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni í dag þar sem krakkarnir tóku vel á því.
Sunddeildin í æfingabúðum í Þorlákshöfn
um helgina er sunddeild UMFG í æfingabúðum í Þorlákshöfn Krakkarnir æfa vel þessa helgina og eru 5 æfingar í alltum helgina þar af 3 í dag. en áðan var farið í fótboltagolf þar sem Maggi þjálfari svindlaði eins og venjulega en myndir segja meira en orð hér fyrir neða koma þær.
Ný æfingatafla sunddeildar
ný æfingatafla sunddeildar tekur gildi næsta mánudag vegna þess að ný æfingatafla körfuknattleiksdeildar skaraðist á við æfingatöflu sunddeildar í 1-4 bekk hefur verið ákveðið að breyta töflunni lítillega. en hana má nálgast hérna á sundsíðunni: http://umfg.is/sund/aefingar einnig má nálgast prentanlega útgáfu hérna
Sundnámskeið Sunddeildar U.M.F.G
Haldin verða tvö námskeið á vegum deildarinnar í sumar fyrir 5-6 ára börn (2005 & 2006) Magnús Már sér um þjálfun og elstu iðkendur deildarinnar munu aðstoða ofaní lauginni. Að sjálfsögðu verða börnin vel merkt með áberandi sundhettum eins og reglur segja til um. Námskeiðin verða mán-fim 8.-18. ágúst aðlögunarnámskeiðið 15:00 – 15:40 og byrjendanámskeið 15:50 – 16:30 # …
Fámennt en góðmennt á Unglingalandsmóti
Það var fámennur en góðmennur hópur Grindvíkinga sem gekk undir fána UMFG inná Vilhjálmsvöll í kvöld. þar sem 14. unglingalandsmótið var sett í glæsilegri setningarathöfn. en keppni byrjaði í dag í nokkrum greinum og veit ég einungis um afrek tveggja stúlkna sem eru á mótinu og voru þær að standa sig vel með sínum liðum í dag. á morgun er …
Gull og silfur í sundi og sigrar í knattspyrnu og körfu
Í dag var nokkuð góður árangur hjá okkar fólki á unglingalandsmótinu Margrét Rut Reynisdóttir vann silfur og Alexander Már Bjarnason unnu silfur og gull í boðsundi hérna á Egilsstöðum og stelpurnar halda áfram að sigra í sínum leikjum og eru efsta sæti með grænu skvísunum í knattspyrnu og 3 leikir eftir. Ingibjörg Sigurðardóttir spilar einnig með keflavík í körfubolta og …
Lokahóf Sunddeildar
Sunddeildin hélt lokahóf sitt í blíðskaparveðri á miðvikudaginn síðastliðinn Farið var víða um bæinn í ratleik sem endaði á tjaldstæðinu, þar voru grillaðar pylsur, og ís í eftirrétt. Æfingar hefjast að nýju 2. ágúst
Sundmót Sjóarans síkáta
Sundmót Sjóarans síkáta fór fram í sundlaug Grindavíkur á laugardaginn. Þátttaka var góð að þessu sinni en gestir komu frá 7 liðum allstaðar af landinu, meðal annars frá Reyðarfirði. Grindvíkingar unnu stakkasundið sem er eftirsóttasti verðlaunabikarinn á mótinu í fyrsta sinn en hingað til höfum við þurft að horfa á eftir honum fara í reykjanesbæ og kópavog. Haraldur Hjálmarssontók myndir …