Farseðill í 8-liða úrslit og bónaðir bílar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þeir voru eflaust fáir sem áttu von á spennandi leik í kvöld á milli Grindavíkur og Fjölnis, eftir bakstur Grindvíkinga á Fjölnismönnum í Dominos-deildinni á fimmtudagskvöldið en Fjölnismenn voru ekki á þeim buxunum að láta valta yfir sig og voru ansi nálægt því að hirða farseðilinn í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var í …

Stórsigur í Grafarvogi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík heldur toppsætinu ásamt Þór eftir sigur á Fjölni í kvöld. Okkar menn áttu frábæran fyrsta leikhluta og kláruðu leikinn þar.  Fjörtíu og þrjú stig og þarf af var Samuel Zeglinski með 22 stig.  Sverrir náði að hvíla sína menn eftir þennan frábæra fyrsta leikhluta og róteraði það sem eftir lifði leiks.  Það hafði ekki mikil áhrif á leik liðsins því …

Haukar 73- Grindavík 64

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar mættu Haukum í gær í 14. umferð Dominosdeild kvenna. Grindavík var búið að vera á ágætri siglingu í síðustu leikjum en mættu í gær sterku liði heimastúlkna.  Leikurinn endaði 73-64 fyrir Hauka. Hér fyrir neðan er umfjöllun karfan.is af leiknum: Haukar tóku á móti Grindavík í Schenkerhöllinni í 14. umferð Dominosdeildar kvenna, seinustu umferð fyrir jólafrí. Grindavík fékk enga …

Fjölnir – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokaumferð Dominosdeildarinnar fyrir jól fer fram í kvöld.  Grindavík mætir Fjölni í Grafarvogi. Okkar menn ætla sér að halda efsta sætinu yfir jólahátíðina ásamt öðru liði og því ekkert annað en sigur í boði.  Fjölni sigraði ÍR með flautukörfu í síðustu umferð og eru fyrir leikinn í kvöld í sjöunda sæti. Hin tvö liðin sem eru í toppsætinu ásamt Grindavík …

Vesti fyrir fjáraflanir á vegum UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stjórn UMFG lét nýverið gera vesti fyrir alla þá sem eru að ganga í hús í Grindavík að selja eða biðja um styrki vegna fjáraflanna á vegum Ungmennafélags Grindavíkur.  Vestin sjást vel í skammdeginu og eiga einnig að gefa til kynna á hvaða vegum börn og unglingar eru.  Vestin verða geymd í húsi UMFG sem er við Grunnskólann í Grindavík …

Sigurhelgi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Helgin var góð hjá bæði karla- og kvennaliði Grindavíkur í körfubolta. Á föstudaginn tók Grindavík á móti KFÍ í Dominosdeild karla.  Grindavík sigraði leikinn örugglega 110-82 þar sem Grindavík var yfir frá fyrstu mínútu.  Allir 12 leikmenn Grindavíkur tóku þátt og skoruðu þeir allir.  Aaron Broussard var stigahæstur sem fyrr. Á laugardeginum var komið að stelpunum þar sem þær tóku …

Grindavík – KFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikur kvöldsins er leikur Grindavíkur og KFÍ í Grindavík klukkan 19:15 Fyrir þessa umferð voru 4 lið efst í deildinni, Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Þór. Snæfell sigraði Skallagrím í gær en Stjarnan tapaði fyrir KR.  Snæfell er því komið með 14 stig í efsta sætið.  Grindavík og Þór geta náð þeim í kvöld en Þór Þorlákshöfn á leik við Keflavík …

Dregið í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Dregið var í 16 liða úrslitum Powerade bikarsins í dag. Tveir leikir þar sem lið í efstu deild fara fram því Grindavík drógst á móti Fjölni og svo mæta Snæfell Þór Þorlákshöfn. Leikirnar fara fram 14-17 desember.  Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum eru: Valur – KR-bHaukar – ÍRGrindavík – FjölnirStjarnan – Laugdælir/KFÍHaukar-b – NjarðvíkKeflavík – HamarAugnablik – Reynir …

Valur – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík fer í Vodafonehöllina í dag þar sem þær mæta Valsstúlkum í 12. umferð Dominsdeild kvenna. Valur hefur unnið 5 af sínum leikjum en Grindavík tvemur sætum neðar með 6 stig.  Grindavík hefur staðið í tveimur efstu liðum deildarinna í síðustu umferðum þannig að von er á spennandi leik í dag.  Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður spilaður í Vodafone …

Aftur á toppinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er aftur komið á topp Dominsdeildarinnar eftir sigur á KR í kvöld. Staðan eftir átta umferðir er þannig að Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Þór eru öll með 12 stig, 6 sigrar og 2 töp. Leikurinn í kvöld fór 87-80 fyrir Grindavík. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-22 og leikurinn í járnum. Í öðrum leikhluta hélt spennan áfram en okkar …