Stórsigur í Grafarvogi

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík heldur toppsætinu ásamt Þór eftir sigur á Fjölni í kvöld.

Okkar menn áttu frábæran fyrsta leikhluta og kláruðu leikinn þar.  Fjörtíu og þrjú stig og þarf af var Samuel Zeglinski með 22 stig.  Sverrir náði að hvíla sína menn eftir þennan frábæra fyrsta leikhluta og róteraði það sem eftir lifði leiks.  Það hafði ekki mikil áhrif á leik liðsins því Grindavík leiddi í hálfleik 71-38.

Lykilmenn í liðinu voru rólegir í seinni hálfleik og stigu óreyndari menn upp og léku mjög vel. Hilmir Kristjánsson spilaði sinn fyrsta leik og skoraði 5 stig og tók 3 fráköst.  Þar var hinsvegar Samuel Zeglinski sem var stigahæstur með 38 stig, Aaron Broussard kom honum næst með 18 stig.  Þorleifur með 15 og Sigurður og Jóhann með 11 stig hvor.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins og fer leikurinn fram hér í Grindavík.

Tölfræði KKÍ