Fjölnir – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokaumferð Dominosdeildarinnar fyrir jól fer fram í kvöld.  Grindavík mætir Fjölni í Grafarvogi.

Okkar menn ætla sér að halda efsta sætinu yfir jólahátíðina ásamt öðru liði og því ekkert annað en sigur í boði.  Fjölni sigraði ÍR með flautukörfu í síðustu umferð og eru fyrir leikinn í kvöld í sjöunda sæti.

Hin tvö liðin sem eru í toppsætinu ásamt Grindavík eru Snæfell og Þór Þorlákshöfn.  Þessi lið mætast einmitt í kvöld í Stykkishólmi þannig að vonandi verða tvö lið með 16 stig eftir 10. umferðina sem fram fer í kvöld.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á Fjölni TV