Í kvöld fer fram leikur Grindavíkur og Fjölnis í Dominosdeild karla. Frítt er á leikinn í boði Landsbankans. Útibú Landsbankans í Grindavík er 50 ára og liður í afmælishátíðinni er að bjóða bæjarbúum á leikinn í kvöld. Með sigri geta Grindavíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn sem gefur auk þess gott veganesti í úrslitakeppnina með heimaleikjaréttinn tryggðan. Fjölnir er hinsvegar í botnbaráttu …
Valur – Grindavík
Grindavíkurstelpur fara í Vodafone höllina í kvöld þar sem þær mæta Valstúlkum Dominosdeildinni klukkan 19:15. Leikurinn er mikilvægur eins og síðustu leikir þar sem Grindavík er að berjast fyrir sæti sínu í efstu deild. Með sigri í kvöld komast þær upp að Njarðvík í sjötta sætið en Njarðvík á leik gegn KR á sama tíma. Grindavík gerði sér lítið fyrir …
Hið eina sanna konukvöld
Styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 15. Mars í Eldborg. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Húsið opnar kl 19.30 með fordrykk. Forsala aðgöngumiða er hafin í PALÓMA.Miðaverð er aðeins kr 5.900.- Dagskrá:Hinn eini sanni Siggi Hlö mun koma og sjá um fjörið.Veislustjóri kvöldsins er engin annar en Páll …
Höldum toppsætinu
Síðasti leikur 20. umferðar Dominosdeild karla fór fram í gær þegar frestaður leikur Grindavíkur og KFÍ var spilaður á Ísafirði. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar og hélt sú staða eftir leikinn því Grindavík sigraði 112-93. Grindavík mætti fáliðaðir því aðeins 9 voru á skýrslu en álagið dreifðist vel á milli þeirra, allir fengu 15 mínútur eða meira. Aaron og …
Óvæntur sigur í Hólminum
Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð til Stykkishólmar fyrir helgi þar sem þær lögðu Snæfell 76-73 Útlitið var orðið svart hjá stelpunum eftir tap gegn Njarðvík um síðustu helgi. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar og því fyrirfram mátti búast við erfiðum leik gegn þeim. Stelpurnar sýndu hinsvegar hvað í þeim býr og eru þær ekki búnar að játa sig sigraðar. Leikurinn …
11. flokkur bikarmeistarar
Grindavík varð um helgina bikarmeistari í 11.flokk karla. Myndir frá leiknum Hér fyrir neðan er umfjöllun karfan.is frá leiknum: „Þriðji leikur dagsins í bikarúrslitum yngri flokka var viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í 11. flokki karla. Grindavík stóð uppi sem sigurvegari, 77-66 í kaflaskiptum leik. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og yfirspiluðu Njarðvík í fyrri hálfleik og leit út fyrir að …
Leik frestað
Leikur Grindavíkur og KFÍ sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs til 10.mars
Þrjú til Solna
Búið er að velja endanleg 12 manna U16 og U18 ára landslið Íslands fyrir árið 2013 í sem keppa á norðurlandamótinu sem fram fer í Solna í Svíþjóð dagana 8.-12. maí. Í þeim hópi eru þrjú frá Grindavík. Hilmir Kristjánsson keppir fyrir Íslands hönd í U-16, Jóhanna Rún Styrmisdóttir er í U-18 og Jón Axel Guðmundsson í U-18. Eftirtaldir leikmenn og …
Keflavík 86 – Grindavík 58
Jafn fyrri hálfleikur dugði ekki gegn Keflavík í gær þar sem nýkringdir bikarmeistarar gáfu í seinni hálfleik og sigurðu með 28 stigum. Staðan var 37-35 í hálfleik en heimastúlkur settu þá í annan gír. Stigahæst hjá Grindavík var Crystal Smith með 18 stig. Alls 10 stelpur komust á stigatöfluna í gær sem er ánægjulegt. Tvíburarnir voru með flest fráköst, átta …
Grindavík – KR í kvöld
Grindavík tekur á móti KR í nítjándu umferð Dominosdeild karla. Grindavík er með tveggja stiga forskot á toppnum en þurfa að sýna betri leik en gegn Stjörnunni í síðustu umferð til að halda sætinu. Einungis 4 umferðir eru eftir en Grindavík á löngu ferðalögin eftir og það gegn liðum sem eru að berjast fyrir sæti sínu og sæti í úrslitakeppninni. …