Frítt á leikinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í kvöld fer fram leikur Grindavíkur og Fjölnis í Dominosdeild karla.  Frítt er á leikinn í boði Landsbankans.

Útibú Landsbankans í Grindavík er 50 ára og liður í afmælishátíðinni er að bjóða bæjarbúum á leikinn í kvöld.  Með sigri geta Grindavíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn sem gefur auk þess gott veganesti í úrslitakeppnina með heimaleikjaréttinn tryggðan.

Fjölnir er hinsvegar í botnbaráttu og gefa sig allan í leikinn þannig að þetta gæti orðið hin fínasta skemmtun sem enginn má missa af.