Valur – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavíkurstelpur fara í Vodafone höllina í kvöld þar sem þær mæta Valstúlkum Dominosdeildinni klukkan 19:15.

Leikurinn er mikilvægur eins og síðustu leikir þar sem Grindavík er að berjast fyrir sæti sínu í efstu deild.  Með sigri í kvöld komast þær upp að Njarðvík í sjötta sætið en Njarðvík á leik gegn KR á sama tíma.

Grindavík gerði sér lítið fyrir og sigraði Snæfell í síðasta leik þannig að stelpurnar eru vel gíraðar í lokabaráttuna.  Valur er í fjórða sæti með 26 stig en Haukar eru á hælum þeirra með 24 stig.