Höldum toppsætinu

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Síðasti leikur 20. umferðar Dominosdeild karla fór fram í gær þegar frestaður leikur Grindavíkur og KFÍ var spilaður á Ísafirði.

Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar og hélt sú staða eftir leikinn því Grindavík sigraði 112-93.

Grindavík mætti fáliðaðir því aðeins 9 voru á skýrslu en álagið dreifðist vel á milli þeirra, allir fengu 15 mínútur eða meira.

Aaron og Samuel voru hæstir í framlagsstigum með 29 stig hvort, Jóhann kom þeim næst með 23 framlagsstig þar sem hann skoraði 21 stig.

Grindavík byrjaði leikinn vel og tóku forystuna snemma í leiknum, heimamenn voru alltaf nokkrum stigum á eftir þeim og staðan 45-40 í hálfleik.  KFÍ byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en þá tóku okkar menn við sér og byggðu upp 15-20 stiga mun sem þeir héldu út leikinn.

Næsti leikur Grindavíkur er gegn Fjölni 14.mars.