Það verður stórleikur í Dominosdeild kvenna í kvöld þegar Keflavík og Grindavík. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 19:15. Liðin unnu bæði sína leiki í fyrstu umferð þar sem spennan var í fyrirrúmi. Grindavík lagði Snæfell í framlengingu en Keflavík sigraði Hauka með tveimur stigum. Þetta gæti því jafnvel orðið nokkuð skemmtilegur leikur í kvöld. Bæði lið …
Grindavík 74 – KR 94
Grindavík tók á móti KR í fyrsta leik Dominos deild karla í gær. Mættust þarna ríkjandi Íslandsmeistarar og það lið sem er spáð að taki við titlinum. Eftir nokkuð spennandi leik fram að fjórða leikhluta tóku gestirnir yfirhöndina í síðasta fjórðung og unnu 94-74. Grindavík byrjaði leikinn betur og voru komnir með 6 stiga forskot um miðjan fyrsta leikhluta. KR …
Sigur í fyrsta leik
Grindavík tók á móti Snæfell í fyrsta leik Dominosdeild kvenna í gærkveldi. Leikurinn var hin besta skemmtun sem endaði í framlengingu þar sem okkar stúlkur tryggðu sér sigurinn. Grindavík var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan 51-39 í hálfleik, mest varð munurinn 17 stig. Í þriðja leikhluta söxuðu gestirnar á stigamuninn og var fjórði leikhlutinn allur í …
Árskortasala körfuknattleiksdeildarinnar
Fyrsti leikur í Dominosdeild kvenna er í kvöld kl 19:15, að sjálfsögðu fjölmennum við Grindvíkingar á þennan leik og hvetjum stelpurnar okkar. Árskortin okkar fyrir leiki karla- og kvennaliða Grindavíkur verða til sölu fyrir leikinn. Nokkrar nýjungar eru varðandi árskortasöluna: Þessi kort eru í boði: Venjulegt árskort10.000 kr. (öryrkjar og ellilífeyrisþegar 7000 kr.)*Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna í …
Íslandsmótið byrjar á morgun
Biðin eftir Íslandsmótinu í körfuknattleik er á enda. Á morgun byrja stelpurnar þegar þær taka á móti Snæfelli á morgun klukkan 19:15 og strákarnir hefja leik á fimmtudaginn í stórleik fyrstu umferðarinnar þegar þeir taka á móti KR. Í dag var kynningarfundur Dominosdeild karla og kvenna þar sem m.a. spá fyrirliða og forráðamanna var gerð opinber. Grindavík er spáð 5. …
Grindavík eru meistarar meistaranna
Íslandsmeistararnir, Grindavík, og bikarmeistararnir, Stjarnan, mættust í gær í leik sem markar upphaf Íslandsmótsins í ár. Grindavík sigraði leikinn 105-96 Hér fyrir neðan er umfjöllun frá karfan.is „Íslandsmeistara Grindavíkur og Bikarmeistarar Stjörnunar mættust í kvöld í Röstinni í Grindavík til að etja kappi um titilinn Meistari Meistaranna. Svo fór að Grindvíkingar skoruðu 105 stig gegn 96 stigum þeirra Stjörnumanna og …
Konukvöld körfuboltans
Styrktarkvöld Körfuknattleiksdeildar kvenna í Grindavík verður haldið föstudaginn 11. október í Sjólist (Hópsnes), húsið opnar kl 19.30. Miðaverð kr 6.000.- innifalið er matur og skemmtun. (Takmarkað magn af miðum í boði). Messustjóri verður séra Jóna Kristín.Tískusýning á gömlum kjólum frá konum í Grindavík og séra Jóna Kristín messar yfir þeim.Margrét syngur nokkur vel valin lög frá stíðsárunum.Kaleb Joshua sér um …
Meistarar meistaranna í Röstinni
Hinn árlegi leikur Meistarar meistaranna, þ.e. á milli Íslandsmeistara síðasta árs og bikarmeistaranna, markar upphaf hvers tímabils í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík og Stjarnan mættust í úrslitum beggja þessara keppna á síðasta ári og skiptu verðlaununum bróðurlega á milli sín. Leikurinn fer fram í RÖSTINNI á fimmtudaginn kl. 19:15. Bæði lið munu væntanlega skarta nýjum Bandaríkjamönnum í leiknum. …
Herrakvöld körfuboltans
Nú er aðeins nokkrir dagar í herrkvöld körfuknattleiksdeildar UMFG en það verður haldið á Sjómannastofunni Vör föstudagskvöldið 4 október. Stefnir í glæsilegt kvöld en stjórn herrakvöldsnefndar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: ,,Þeir sem mættu í fyrra muna kannski efir einni laufléttri ,,hótun“ sem kom frá veislstjóranum en hún gekk út á ???????????? ef Grindvíkingar yrðu aftur Íslandsmeistarar!! Nú, það …
Mátun á körfuknattleiks búningum
Mátun á körfuknattleiksbúningum fyrir yngri flokka Á fimmtudaginn 3.okt fer fram mátun á körfuboltabúningum fyrir iðkendur yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar. Mátunin fer fram í húsnæði UMFG í útistofu við Grunnskólann frá kl 17:00-18:00. Búningurinn kostar 8500.- kr og þarf að staðgreiða búninginn við pöntun.