Íslandsmótið byrjar á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Biðin eftir Íslandsmótinu í körfuknattleik er á enda.  Á morgun byrja stelpurnar þegar þær taka á móti Snæfelli á morgun klukkan 19:15 og strákarnir hefja leik á fimmtudaginn í stórleik fyrstu umferðarinnar þegar þeir taka á móti KR.

Í dag var kynningarfundur Dominosdeild karla og kvenna þar sem m.a. spá fyrirliða og forráðamanna var gerð opinber.  Grindavík er spáð 5. sæti í karlaflokki og 3. sæti í kvennaflokki.

Samkvæmt spánni fer Dominosdeild kvenna svona:

1. Valur 162 

 2. Haukar 159 

 3. Grindavík 149 

 4. Snæfell 124 

 5. Keflavík 114 

 6. KR 71 

 7. Hamar 44 

 8. Njarðvík 41

Stigin í Dominosdeild karla voru eftirfarandi:

1. KR 416 

 2. Keflavík 355 

 3. Njarðvík 321 

 4. Snæfell 317 

 5. Grindavík 294 

 6. Stjarnan 277 

 7. Þór Þ. 199 

 8. Haukar 148 

 9. Skallagrímur 140 

10. ÍR 130 

11. KFÍ 105 

12. Valur 56