Herrakvöld körfuboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nú er aðeins nokkrir dagar í herrkvöld körfuknattleiksdeildar UMFG en það verður haldið á Sjómannastofunni Vör föstudagskvöldið 4 október. Stefnir í glæsilegt kvöld en stjórn herrakvöldsnefndar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

,,Þeir sem mættu í fyrra muna kannski efir einni laufléttri ,,hótun” sem kom frá veislstjóranum en hún gekk út á ???????????? ef Grindvíkingar yrðu aftur Íslandsmeistarar!! Nú, það er svo sem vitað hverjir urðu Íslandsmeistarar og veislustjórinn er einmitt sá sami og í fyrra eða Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson en hann er einnig þjálfari ÍR-inga í Dominosdeildnni.

Þá hefur Fóstbróðirinn, lífs-Kústnerinn og menningartröllið Þorsteinn Guðmundsson boðað komu sína og síðast þegar heyrðist frá kappanum var hann að stilla gítarinn sinn, svona uppá að ef hann þyrfti að nota hann. Sérstakur ræðumaður verður á sínum stað og er markmiðið að koma verulega á óvart þar?????

Aðaréttur verður saltfiskréttur að hætti Gauta D en svo skemmtilega vill til að Bíbbinn verður honum til aðstoðar og því ætti fátt að geta klikkað. Forréttur verður einnig á sínum stað og það auglýst sérstaklega síðar!! Einungis verða um 90 miðar í boði en þeir fara einmitt í sölu nú strax eftir helgi og því er um að gera og fara drífa sig í klippingu….eða nei…það þarf ekki þar sem að þetta er herrakvöld.
Meira síðar!

Stjórn herrakvöldsnefndar”