Nú eru aðeins 3 dagar til stefnu þangað til bikarúrslitaleikur Grindavíkur og ÍR fer fram. KKÍ hefur tekið saman yfirlit yfir liðin sem eru að keppa þennan dag og sögu þeirra í bikarúrslitum. Um Grindavík er ritað: Bikarúrslitaleikurinn 2014 verður fjórði bikarúrslitaleikur Grindavíkur á síðustu fimm árum. En í síðustu þremur viðureignum hefur Grindavík tapað en í heildina hefur félagið …
Miðasala út bikarúrslitin
Miðasala á bikarúrslitin mun fara fram fyrir leikinn og hefst hún mánudaginn 17.febrúar og mun hún Ása selja miðana á Glæsivöllum 9 og verður hægt að kaupa miða frá kl 19:00-22:00 alla dagana sem til eru miðar en aðeins eru seldir 250 miðar í forsölu. miðaverðið er 1500.- í forsölu en 2000.- kr á leikdag í höllinni. Einnig er hægt …
Stjarnan-Grindavík
Leikur kvöldsins er Stjarnan-Grindavík sem fram fer í Ásgarði klukkan 19:15. Aðrir leikir eru Snæfell-ÍR og Keflavík-Skallagrímur. Aðeins hefur dregið í sundur milli liðanna frá því í fyrra þegar þau mættust í úrslitum, Grindavík í efri hlutanum en Stjarnan í því sjöunda. En leikir Grindavíkur gegn liðunum í 6-9 sæti hafa reynst hvað erfiðastir í vetur, tap gegn …
Keflavík – Grindavík í Dominosdeild kvenna
Keflavík og Grindavík mætast í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn er Grindavík í 7. sæti en Keflavík í því þriðja. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð, Keflavík fyrir Haukum en Grindavík fyrir efsta lið deildarinnar, Snæfell. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í TM höllinni og eru stuðningsmenn Grindavíkur hvattir til að mæta.
Tveir leikir í dag
Bæði karla og kvennalið Grindavíkur spila á heimavelli í dag. Fyrsta taka stelpurnar á móti Snæfell klukkan 17:00 en klukkan 19:15 fer fram leikur Grindavíkur og KFÍ í Dominosdeild karla.
Grindavík-Snæfell
Grindavík tekur á móti Snæfell í 16. umferð Dominsdeild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 Snæfell sigraði Hauka í síðustu umferð og eru í 8 sæti í deildinni. Njarðvík stal 3 sætinu af Grindavík í gær þannig að Grindavík þarf sigur í kvöld til að halda sætinu mikilvæga sem skilar heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Hættulegustu menn gestanna eru auk erlenda leikmannsins þeir …
Grindavík í höllina
Grindavík er komið í bikarúrslitin í fjórða sinn á fimm árum eftir sigur á Þór í kvöld. Lokatölur voru 93-84 Fyrri hálfleikur var leikur sóknarinnar því staðan var 59-50 eftir tvo leikhluta, bæði lið áttu frekar auðvelda leið upp að körfunni. Skrítið að aðeins hafi veirð 9 stiga munur á liðunum þegar þau gengu í búningasklefana því Grindavík virtist …
Undanúrslit í kvöld
Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld í undanúrslitum bikarnum. Á sama tíma mætast Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki þannig að við vitum í kvöld hverjir mætast í Laugardalshöllinni í bikarúrslitunum. Stemmingin verður væntanlega svipuðu og þegar við herjuðum úrslitaeinvígi við Þór í deildinni fyrir tveimur árum. Leikur liðanna í vetur í Röstinni endaði með sigri Þórsara þannig …
ÍR – Grindavík í kvöld
Grindavík mætir ÍR í Hertz hellinum í kvöld 15. umferð Dominos deild karla. Grindavík er fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar, 6 stigum frá Keflavík og KR og Njarðvík aðeins 2 stigum fyrir neðan. Leikurinn hefst klukkan 19:15
Njarðvík 60 – Grindavík 66
Grindavík tryggði sér sigur í mikilvægum leik gegn Njarðvík í gærkveldi. Leikurinn var í járnum allar 40 mínútur en frábær varnarleikur á síðustu mínútunum gerði útslagið. Crystal Smith er mætt aftur til Grindavíkur og átti fínan leik í gær. Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun, heimastúlkur með yfirhöndina framan af en okkar stelpur aldrei langt undan. Njarðvík var þremur …