Grindavík-Snæfell

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Snæfell í 16. umferð Dominsdeild karla.  Leikurinn hefst klukkan 19:15

Snæfell sigraði Hauka í síðustu umferð og eru í 8 sæti í deildinni.  Njarðvík stal 3 sætinu af Grindavík í gær þannig að Grindavík þarf sigur í kvöld til að halda sætinu mikilvæga sem skilar heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Hættulegustu menn gestanna eru auk erlenda leikmannsins þeir Sigurður Þorvaldsson og Jón Ólafur Jónsson.  Liðin mættust í nóvember í Stykkishólmi þar sem Snæfell sigraði 88-80 en margt hefur breyst síðan þá þannig að með góðum stuðning í kvöld þá endurheimtum við 3 sætið.