Tökum á móti bikarmeisturunum á Salthúsinu kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur unnu glæsilegan sigur á Keflavík í úrslitum bikarsins nú fyrr í dag, 68-61. Við ætlum að taka vel á móti bikarmeisturunum okkar þegar þær koma heim á eftir og verður glæsileg móttaka á Salthúsinu klukkan 20:00. Mætum öll og fögnum vel með stelpunum okkar.

Bikarblaðið er komið út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarblað UMFG er komið út og var borið út í öll hús í bænum í gærkvöldi. Brottfluttir og aðrir velunnarar Grindavíkur geta skoðað blaðið á rafrænu formi með því að smella hér. Forsala miða á leikinn klárast núna fyrir hádegi. Hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kosta 2.000 kr. í forsölu en kosta 2.500 kr. við …

Tveir bikarúrslitaleikir í yngri flokkum á sunnudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar okkar í meistaraflokki eru ekki þær einu sem spila til bikarúrslita um helgina, því á sunnudag fara fram bikarúrslit yngri flokka í Laugardalshöllinni. Grindavík á þar tvö lið, annarsvegar 9.fl kvenna sem mæta liði Keflavíkur og síðan sameignilegt lið Grindavíkur og Þórs í 11.flokki karla sem mætir liði KR. 9.flokkur hefur leik kl 12:00 og strax á eftir hefst …

Gulur dagur í Grindavík á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Til að hita upp og keyra upp stemmingu fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn verður gulur dagur í stofnunum bæjarsins á morgun, föstudag. Starfsmenn eru hvattir til að mæta í gulu og fylkja sér á bakvið stelpurnar okkar sem spila til úrslita næsta dag. Við hvetjum sem flesta Grindvíkinga til að taka þátt í þessum skemmtilega sið og mæta gul og glöð …

Forsala miða á bikarleikinn endar í hádeginu á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Forsala miða á bikarúrslitaleikinn næstkomandi laugardag er komin á fullt en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir öðrum leiðum. Athugið að forsölunni lýkur á hádegi á föstudag. Miðarnir kosta 2.000 krónur í forsölu en …

ÍR-ingar kafsigldir í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

ÍR-ingar heimsóttu Röstina í gærkvöldi og fyrirfram bjuggust eflaust sumir við hörkuleik. Hver einasti leikur hjá ÍR er upp á líf og dauða þeirra í deildinni en þeir eru í harðri fallbaráttu. Þeir unnu Keflavík í síðasta leik og á dögunum voru þeir býsna nálægt því að vinna topplið KR-inga og því ljóst að þeir eru til alls líklegir. Okkar …

Góður sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar unnu góðan og nokkuð sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í gær, lokatölur 90-77 okkar mönnum í vil. Rodney Alexander var svo sjóðandi heitur í leiknum að hann var hreinlega alelda. Skoraði kappinn rétt tæpan helming stiga liðsins, eða 44 af 90. Rodney kann greinilega ágætlega við sig í Ljónagryfjunni en hann setti 42 stig í leik þar …

Forsala hafin á bikarúrslitaleikinn 21. febrúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eins og flestum er sennilega orðið kunnugt um leika Grindavíkurstúlkur til úrslita í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll laugardaginn 21. febrúar næstkomandi. Forsala miða á leikinn er hafin en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir …

Góður sigur á nágrönnunum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavíkurstelpur skelltu grönnum sínum í Keflavík með 67 stigum gegn 58. Þetta var forleikurinn að bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöll aðra helgi. Því ber hins vegar að halda til haga að í lið Keflavíkur vantaði nokkra lykilmenn, þar á meðal hina öflugu Carmen Tyson-Thomas.  Fyrri hálfleikur var í járnum en Grindavík gerði út um leikinn með góðum spretti í þriðja leikhluta …

Grindavíkurstúlkur felldar á eigin bragði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Okkar konur fengu heldur betur að smakka á eigin meðali þegar þær heimsóttu Stykkishólm um helgina en Snæfellingar byrjuðu leikinn á stífri pressu eftir hverja körfu og komust í 12-0 áður en Grindvíkingar náðu að svara. Þetta er taktík sem Sverrir hefur beitt grimmt í vetur og hefur skilað góðum árangri gegn lakari liðum deildarinnar. Má segja að vopnin hafi …