Gulur dagur í Grindavík á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Til að hita upp og keyra upp stemmingu fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn verður gulur dagur í stofnunum bæjarsins á morgun, föstudag. Starfsmenn eru hvattir til að mæta í gulu og fylkja sér á bakvið stelpurnar okkar sem spila til úrslita næsta dag. Við hvetjum sem flesta Grindvíkinga til að taka þátt í þessum skemmtilega sið og mæta gul og glöð til vinnu á morgun.

Einnig hvetjum við fólk til að taka myndir af sér í gulu og deila með okkur. Annað hvort á Instagram og merkja þær #grindavik eða senda þær á heimasidan@grindavik.is og við deilum þeim svo hérna á síðunni fyrir leikinn.

Áfram Grindavík!