Tökum á móti bikarmeisturunum á Salthúsinu kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur unnu glæsilegan sigur á Keflavík í úrslitum bikarsins nú fyrr í dag, 68-61. Við ætlum að taka vel á móti bikarmeisturunum okkar þegar þær koma heim á eftir og verður glæsileg móttaka á Salthúsinu klukkan 20:00. Mætum öll og fögnum vel með stelpunum okkar.