Grindavíkurkonur heimsóttu Val á Hlíðarenda í gær í leik sem leit út fyrir að ætla að verða spennandi í byrjun en enda með stórum sigri Valskvenna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það settu Valskonur í lás og kafsigldu Grindavík algjörlega. Lokatölur 103-63 og 40 stiga tap staðreynd. Karfan.is fjallaði um leikinn: Síðasti leikur 5. umferðar Dominosdeildar kvenna …
KR tók Grindavík í kennslustund
Eftir að hafa byrjað tímabilið á fljúgandi siglingu þá brotlentu Grindvíkingar harkalega í DHL-höllinni í gær. Íslandsmeistarar KR völtuðu hreinlega yfir okkar menn sem sáu aldrei til sólar en lokatölur urðu 87-62. Karfan.is gerði leiknum rækilega skil í máli og myndum: KR sigraði Grindavík fyrr í kvöld á heimavelli sínum í DHL Hllinni með 87 stigum gegn 62. Fyrir leikinn …
Viðtal við Jón Axel í Morgunblaðinu í dag
Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir …
Nágrannaslagur af bestu gerð í Mustad-höllinni í kvöld
Grindavík tekur á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík í Dominos-deild kvenna í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni og er ekki spáð góðu gengi í vetur en þær hafa engu að síður unnið 2 af fyrstu 3 leikjum vetrarins. Grindavík er að glíma við meiðsli lykilmanna og má því búast við hörkuviðureign í kvöld. Á …
Grindavík sigraði Hauka í framlengdum leik
Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos-deild karla og blása á allar hrakspár sem voru settar fram fyrir tímabilið. Haukar komu í heimsókn í Mustad-höllina í gær og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í framlengingu í miklum spennuleik. Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu 11 fyrstu stig leiksins. Haukar unnu sig þó inn í leikinn …
Tap gegn nýliðunum í Borgarnesi
Grindavíkurkonur sóttu nýliða Skallagríms heim í gær. Nýliðunum er spáð mjög góðu gengi í vetur og Grindavík mætti til leiks með laskað lið en þær Ingibjörg og Ingunn eru báðar meiddar eins og við greindum frá í gær. Það var því ljóst fyrir leik að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar konur í þessum leik. Útkoman varð að lokum …
Grindavík – Haukur í kvöld. Hitað upp með hamborgurum
Grindavík tekur á móti Haukum í Dominos-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Fyrir leik verður hitað upp með hamborgaraveislu sem verða til sölu milli 18:30 og 19:00. Um að gera að mæta snemma og koma sér í gírinn til þess að styðja strákana okkar til sigurs í kvöld. Af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar: „Og áfram höldum við. Haukarnir mæta í Mustad-Höllina í …
Ingunn Embla og Ingibjörg frá næstu vikur vegna meiðsla
Kvennalið Grindavíkur í körfunni hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku en karfan.is greindi frá því í kvöld að þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir verði báðar frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Um töluvert högg er að ræða fyrir liðið en þær stöllur hafa skipt með sér leikstjórnendastöðunni í upphafi móts. Frétt Körfunnar um málið: „Leikmenn Grindavíkur, þær Ingunn Embla Kristínardóttir …
Búningasala hjá körfuboltanum á fimmtudaginn
Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður fimmtudaginn 13. október, frá kl 16-18 í Gjánni.Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp gulan og glaðan …
Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík
Grindavík tók á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna um helgina í leik sem var sæmilega spennandi framan af en í þriðja leikhluta tóku gestirnir öll völd á vellinum og lokuðu leiknum nokkuð afgerandi, 65-89. Stelpurnar fá núna nokkra daga til að safna vopnum sínum á ný en þær eiga útileik gegn nýliðum Skallagríms á miðvikudaginn. Karfan.is var í Mustad-höllinni: Keflvíkingar …










