Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir …
Nágrannaslagur af bestu gerð í Mustad-höllinni í kvöld
Grindavík tekur á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík í Dominos-deild kvenna í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni og er ekki spáð góðu gengi í vetur en þær hafa engu að síður unnið 2 af fyrstu 3 leikjum vetrarins. Grindavík er að glíma við meiðsli lykilmanna og má því búast við hörkuviðureign í kvöld. Á …
Grindavík sigraði Hauka í framlengdum leik
Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos-deild karla og blása á allar hrakspár sem voru settar fram fyrir tímabilið. Haukar komu í heimsókn í Mustad-höllina í gær og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í framlengingu í miklum spennuleik. Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu 11 fyrstu stig leiksins. Haukar unnu sig þó inn í leikinn …
Tap gegn nýliðunum í Borgarnesi
Grindavíkurkonur sóttu nýliða Skallagríms heim í gær. Nýliðunum er spáð mjög góðu gengi í vetur og Grindavík mætti til leiks með laskað lið en þær Ingibjörg og Ingunn eru báðar meiddar eins og við greindum frá í gær. Það var því ljóst fyrir leik að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar konur í þessum leik. Útkoman varð að lokum …
Grindavík – Haukur í kvöld. Hitað upp með hamborgurum
Grindavík tekur á móti Haukum í Dominos-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Fyrir leik verður hitað upp með hamborgaraveislu sem verða til sölu milli 18:30 og 19:00. Um að gera að mæta snemma og koma sér í gírinn til þess að styðja strákana okkar til sigurs í kvöld. Af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar: „Og áfram höldum við. Haukarnir mæta í Mustad-Höllina í …
Ingunn Embla og Ingibjörg frá næstu vikur vegna meiðsla
Kvennalið Grindavíkur í körfunni hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku en karfan.is greindi frá því í kvöld að þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir verði báðar frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Um töluvert högg er að ræða fyrir liðið en þær stöllur hafa skipt með sér leikstjórnendastöðunni í upphafi móts. Frétt Körfunnar um málið: „Leikmenn Grindavíkur, þær Ingunn Embla Kristínardóttir …
Búningasala hjá körfuboltanum á fimmtudaginn
Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður fimmtudaginn 13. október, frá kl 16-18 í Gjánni.Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp gulan og glaðan …
Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík
Grindavík tók á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna um helgina í leik sem var sæmilega spennandi framan af en í þriðja leikhluta tóku gestirnir öll völd á vellinum og lokuðu leiknum nokkuð afgerandi, 65-89. Stelpurnar fá núna nokkra daga til að safna vopnum sínum á ný en þær eiga útileik gegn nýliðum Skallagríms á miðvikudaginn. Karfan.is var í Mustad-höllinni: Keflvíkingar …
Grindavík tróð sokk upp í alla gagnrýnendur
Grindavík hóf leik í Dominosdeild-karla á fimmtudaginn með heimaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingum er ekki spáð góðu gengi í vetur meðan að sumir hafa verið að spá Þórsurum titilbaráttu. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með 15 stiga forskot en Grindavík skoruðu 17 síðustu stig leiksins og unnu því að lokum 73-71. Karfan.is fjallaði um leikinn: …
Stelpurnar opnuðu tímabilið með sigri
Dominos-deild kvenna hófst í gær og tóku okkar konur á móti Haukum í sínum fyrsta leik. Lið Hauka er vart svipur hjá sjón frá síðasta tímabili, en sterkustu leikmenn liðsins eru farnir annað eða í barneignarleyfi. Haukum er því 7. og næst neðsta sætinu í ár en Grindavík því 3. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað, staðan 18-16 eftir fyrsta …