Grindavík er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla eftir frábæran 94-84 sigur í Mustad-höllinni í gær. Grindvíkingar leiddu leikinn nánast frá fyrstu mínútu en 19-2 áhlaup um miðjan annan leikhluta innsiglaði í raun restina af leiknum og Stjarnan komst aldrei nær en 6 stig eftir það. Frábær leikur hjá okkar mönnum og verður …
Stúkan verður gul í kvöld
Það verður væntanlega gjörsamlega rafmögnuð stemming í Mustad-höllinni í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Okkar menn tóku heimavallarréttinn af Stjörnumönnum með valdi í síðasta leik og ætla sér að halda uppteknum hætti í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en grillin verða heit uppúr fimm og borgararnir klárir 17:30. Á síðasta leik myndaðist …
Góður Dagur í Garðabæ
Grindvíkingar hófu 4-liða úrslitin með látum í gær þegar þeir skelltu Stjörnumönnum í Ásgarði, 78-96. Okkar menn voru að hitta virkilega vel meðan að lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik. Bakvarðaparið Lewis Clinch Jr og Dagur Kár Jónsson var í miklum ham og skoruðu þeir 29 og 26 stig. Alls settu Grindvíkingar 14 þrista í leiknum í 34 tilraunum …
4-liða úrslitin hefjast í Ásgarði í kvöld
Grindvíkingar hefja leik í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Ásgarð. Leikurinn hefst kl. 19:15 en húsið opnar kl. 18:00 og hleypt verður inn í sal 18:20. Hægt er að tryggja sér miða á leikinn í forsölu á Miði.is. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja strákana okkar til sigurs. Áfram Grindavík!
Forsala á fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar
Það má reikna með að það verði fullt hús í Ásgarði annað kvöld þegar fyrsti leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Domino’s deildar karla fer fram. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það á Miði.is hér. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en húsið opnar klukkan 18:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 18:20. Grindvíkingurinn og Stjörnuliðhlaupinn Bryndís …
Ingunn Embla gerir upp tímabilið í spjalli við Karfan.is
Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, er gestur 26. þáttar podcasts Karfan.is sem fór í loftið í morgun. Ingunn gerir upp hið ótrúlega hrakfallatímabil Grindavíkur þar sem liðið fór í gegnum 5 þjálfara, 2 erlenda leikmenn og heilan hafsjó af meiðslum. Ingunn talar einnig um næsta tímabil og hvað er framundan hjá henni en hún talar um í viðtalinu hvað …
Aðalfundur UMFG 2017 í kvöld
Við minnum á aðalfund UMFG sem haldinn verður í Gjánni kl 20:00 í kvöld, mánudaginn 27. mars. Venjuleg aðalfundarstörf.
Hreinn úrslitaleikur í Mustad-höllinni í kvöld
Það verður hrein og bein úrslitastund í Mustad-höllinni kl. 19:15 þegar strákarnir okkar taka á móti Þórsurum. Bæði lið hafa unnið 2 leiki í einvíginu sem báðir hafa unnist á heimavelli. Nú verðum við því að standa vaktina og verja okkar heimavöll í kvöld, annars er leiktímabilið búið í ár! Leikurinn hefst kl. 19:15 og reiknum við með fullu húsi …
Lewis Clinch Jr leiddi Grindvíkinga í 4-liða úrslit
Grindavík er komið í 4-liða úrslit Domino’s deildar karla eftir góðan sigur á Þórsurum í oddaleik, 93-82. Grindavik.is og karfan.is voru líkt og svo oft áður í góðu samstarfi í kvöld og fréttaritari síðunnar var staddur á leiknum og gerði honum góð skil í umfjöllun sem birtist á karfan.is fyrr í kvöld: Fyrir leik Tímabilið var undir í Grindavík í …
Úrslitastund í Þorlákshöfn í kvöld?
Grindavík getur klárað einvígið gegn Þórsurum í kvöld en liðin mætast í Þorlákshöfn kl. 19:15. Flestir eru sennilega sammála um að það væri gott að sleppa við oddaleik og klára dæmið í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að rúlla Suðurstrandarveginn og styðja okkar stráka til sigurs í kvöld. Áfram Grindavík!