Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn í Gjánni, þriðjudaginn 26. febrúar kl 20:30 Dagskrá aðalfundar: 1. Setning fundar og kosning fundarstjóra og ritara 2. Farið yfir ársreikning félagsins 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning stjórnar 5. Önnur mál 6. Fundarslit Allir velkomnir
10. flokkur stúlkna bikarmeistarar
Grindavíkurstúlkur í 10. flokki urðu í gær bikarmeistarar í körfuknattleik þegar þær unnu nágranna sína í Njarðvík. Leikurinn var heilt yfir mjög jafn en nánari lýsing á leiknum má finna á vef Körfunnar. Grindavíkurstúlkur voru hins vegar mjög sannfærandi á lokamínútum leiksins og unnu öruggan sigur 50 – 42. Viktoría Rós Horne var valin lykilleikmaður í leiknum en byrjunarlið Grindavíkur var skipað …
Hafði áhyggjur af því að Katrín Ösp færi af stað uppi í stúku
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur í körfubolta eða Óli Óla eins og hann er oft kallaður sagðist hafa haft áhyggjur af því að konan sín, Katrín Ösp Eyberg færi af staði í stúkunni. Svo mikil hafi spennan verið í andrúmsloftinu í leik gærkvöldsins en Katrín er langt gengin með þeirra fyrsta barn. Grindavík lagði Tindastól í gærkvöldi í 16.umferð Dominos deildar karla …
Verður Ingibjörg sannspá?
Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur í körfubolta spáir í leikina sem fram fara í kvöld í efstu deild kvennakörfunnar, en frá þessu greinir vefurinn Karfan.is. Þar kemur fram að í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verði fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhverjir allt aðrir. Ingibjörg er hefur t.a.m. leikið í efstu deild með liði …
Körfuboltaæfingar hefjast aftur skv. stundatöflu á morgun
Körfuboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu á morgun 4.janúar. Morgunæfingarnar með Lewis Clinch hefjast svo aftur 9.janúar kl 6:20. Hægt er að nálgast æfingatöflur allra flokka á heimasíðu UMFG
Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn
Herrakvöld knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldin í Gjánni föstudaginn 23. nóvember. Miðasala fer fram hjá strákunum í Olís og hjá honum Gunnari Má í Sjóvá og kostar miðinn 5000.- kr Veislustjóri verður Örvar Þór Kristjánsson Þeir Jón Gauti og Bjarni ætla að töfra fram Hvítlauks saltfisk og kótilettur í raspi fyrir gestina og auðvitað verður happadrættið á sínum stað …
Leikjaskrá körfunnar er komin út
Leikjaskrá körfunnar fyrir tímabilið 2017-2018 kom út á dögunum og er núna einnig aðgengileg hér á rafrænu formi. Leikjaskráin er einkar glæsileg þetta tímabilið og er stútfull af greinum og viðtölum. Útgáfan í ár er tileinkuð minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar, fyrrum formanns körfuknattleiksdeildarinnar sem lést langt fyrir aldur fram síðastliðið haust. Hann sést hér að ofan á forsíðumynd leikjaskráarinnar að fagna …
Tiegbe Bamba til liðs við Grindavík
Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk í Domino's deild karla en þeir hafa gert samning við Tiegbe Bamba. Bamba er fæddur í Frakklandi 1991 en er einnig vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þeirra, nú síðast í undankeppni HM. Bamba er skráður 2,01 metrar á hæð og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann hefur komið víða við á …
Ískaldur 4. leikhluti kostaði Grindvíkinga sigurinn
Grindvíkingar sóttu nágranna okkar í Þorlákshöfn heim í gær í Domino's deild karla. Mikil batamerki mátti greina á leik okkar manna og framan af leit út fyrir að góðar líkur yrðu á Grindvíkingar færu með sigur af hólmi. Undir lok þriðja leikhluta var staðan 61-67, Grindvíkingum í vil, en þá tók við óþægilega langur kafli þar sem Grindavík skoraði ekki …
Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30
Í dag, þriðjudaginn 9. október, mun fara fram mátun á nýjum Errea búningum sem körfuboltinn er að fara að taka í notkun. Mátunin mun fara fram í íþróttahúsinu frá 17:30 til 20:30. Búningarnir verða svo afhentir um miðjan nóvember. Verð per búning (treyja og stuttbuxur) er 10.990 kr. og mun Errea alfarið sja um söluna. Hlökkum til að sjá sem flesta !










