Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur í körfubolta eða Óli Óla eins og hann er oft kallaður sagðist hafa haft áhyggjur af því að konan sín, Katrín Ösp Eyberg færi af staði í stúkunni. Svo mikil hafi spennan verið í andrúmsloftinu í leik gærkvöldsins en Katrín er langt gengin með þeirra fyrsta barn. Grindavík lagði Tindastól í gærkvöldi í 16.umferð Dominos deildar karla …
Verður Ingibjörg sannspá?
Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur í körfubolta spáir í leikina sem fram fara í kvöld í efstu deild kvennakörfunnar, en frá þessu greinir vefurinn Karfan.is. Þar kemur fram að í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verði fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhverjir allt aðrir. Ingibjörg er hefur t.a.m. leikið í efstu deild með liði …
Körfuboltaæfingar hefjast aftur skv. stundatöflu á morgun
Körfuboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu á morgun 4.janúar. Morgunæfingarnar með Lewis Clinch hefjast svo aftur 9.janúar kl 6:20. Hægt er að nálgast æfingatöflur allra flokka á heimasíðu UMFG
Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn
Herrakvöld knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldin í Gjánni föstudaginn 23. nóvember. Miðasala fer fram hjá strákunum í Olís og hjá honum Gunnari Má í Sjóvá og kostar miðinn 5000.- kr Veislustjóri verður Örvar Þór Kristjánsson Þeir Jón Gauti og Bjarni ætla að töfra fram Hvítlauks saltfisk og kótilettur í raspi fyrir gestina og auðvitað verður happadrættið á sínum stað …
Leikjaskrá körfunnar er komin út
Leikjaskrá körfunnar fyrir tímabilið 2017-2018 kom út á dögunum og er núna einnig aðgengileg hér á rafrænu formi. Leikjaskráin er einkar glæsileg þetta tímabilið og er stútfull af greinum og viðtölum. Útgáfan í ár er tileinkuð minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar, fyrrum formanns körfuknattleiksdeildarinnar sem lést langt fyrir aldur fram síðastliðið haust. Hann sést hér að ofan á forsíðumynd leikjaskráarinnar að fagna …
Tiegbe Bamba til liðs við Grindavík
Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk í Domino's deild karla en þeir hafa gert samning við Tiegbe Bamba. Bamba er fæddur í Frakklandi 1991 en er einnig vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þeirra, nú síðast í undankeppni HM. Bamba er skráður 2,01 metrar á hæð og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann hefur komið víða við á …
Ískaldur 4. leikhluti kostaði Grindvíkinga sigurinn
Grindvíkingar sóttu nágranna okkar í Þorlákshöfn heim í gær í Domino's deild karla. Mikil batamerki mátti greina á leik okkar manna og framan af leit út fyrir að góðar líkur yrðu á Grindvíkingar færu með sigur af hólmi. Undir lok þriðja leikhluta var staðan 61-67, Grindvíkingum í vil, en þá tók við óþægilega langur kafli þar sem Grindavík skoraði ekki …
Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30
Í dag, þriðjudaginn 9. október, mun fara fram mátun á nýjum Errea búningum sem körfuboltinn er að fara að taka í notkun. Mátunin mun fara fram í íþróttahúsinu frá 17:30 til 20:30. Búningarnir verða svo afhentir um miðjan nóvember. Verð per búning (treyja og stuttbuxur) er 10.990 kr. og mun Errea alfarið sja um söluna. Hlökkum til að sjá sem flesta !
Leikskólakörfuboltaæfingar hefjast í dag
Leikskólaæfingar körfuknattleiksdeildar UMFG hefjast í dag, 9. október. Æfingarnar verða á þriðjudögum kl 17:30. Æfingarnar eru fyrir börn fædd 2013 og 2014 æfa strákar og stelpur saman. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt með börnunum á æfingum. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir leikskólaæfingar körfuknattleiksdeildar. Þjálfarar verða Margrét Birna Valdimarsdóttir og Páll Axel Vilbergsson
Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins
Grindavíkurkonur fóru vel af stað í 1. deildinni í fyrsta leik tímabilsins núna á laugardaginn, þegar þær tóku á móti Njarðvík. Grindavík komst í 13-2 í upphafi leiks og má segja að þar með hafi tónninn verið settur fyrir leikinn og var sigur Grindavíkur aldrei í mikilli hættu en lokatölur leiksins urðu 79-66. Hrund Skúladóttir fór hamförum gegn sínum gömlu …