Deildarmeistarar??

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík getur tryggt sér Deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á tvöföldum meisturum síðasta árs, KR. Leikurinn fer fram í Röst okkar Grindvíkinga og hefst kl. 19:15. Þótt Deildarmeistaratitilinn verði tryggður í kvöld þá verður hann ekki afhentur en við fáum að sjá titil í kvöld því 9. flokkur karla varð bikarmeistari um síðustu helgi og verða drengirnir hylltir á leiknum …

Deildarmeistarar – ekkert spurningamerki!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það þurfti ekki að setja nein spurningarmerki við pistil kvöldsins, Grindvíkingar eru orðnir DEILDARMEISTARAR! Þetta varð staðreynd eftir seiglusigur á KR á heimavelli í kvöld en lokatölur urðu 87 – 85.   Leikurinn var í járnum allan tímann og munaði aldrei miklu en lokamínúturnar voru okkar en í stöðunni 81-84 fyrir KR setti besti leikmaður Grindavíkur í kvöld, Giordan Watson …

Þrír Grindvíkingar á leiðinni til Svíþjóðar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

KKÍ hefur tilkynnt landsliðshópa yngri landsliða sem fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð Íþróttakona Grindavíkur 2011, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, hefur verið valin í U-18 liðið og Hilmar Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson í U-16 lið karla. Þjálfari U-18 kvenna er Jón Halldór Eðvaldsson en Snorri Örn Arnaldsson stýrir U-16 karla. Mótið fer fram í maí. Eftirfarandi leikmenn fara til Svíþjóðar:Liðin …

Grindavík bikarmeistari í 9.fl drengja

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik standa yfir í Vodafone höllinni um helgina.  Í morgun varð 9. flokkur drengja bikarmeistarar. Úrslitaleikurinn var gegn Keflavík klukkan 10:30 í morgun. Leiknum lauk 60-54 fyrir Grindavík og fengu því bikarinn afhentann.  Umfjöllun um leikinn má finna á vef karfan.is Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur. Keflavík og Grindavík áttust einnig í úrslitum …

Sigur í tvíframlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lærisveinar Helga Jónasar lögðu lærisveina Péturs í æsispennandi leik í Hafnarfirði í gær. Grindavík komst yfir 6-0 en Haukar svöruðu með þremur þriggja stiga.  Heimamenn tóku aftur forystuna og héldu henni langt fram að hálfleik.  Okkar menn komu þó til baka undir lok annars leikhluta og Jóhann kom Grindavík yfir 42-40 rétt áður en annar leikhluti var búinn. Undir lok …

Jafn í fyrsta leik Lengjubikars

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Fyrsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum í ár endaði með markalausu jafntefli. Leikið var gegn FH í Reykjaneshöllinni Byjunarlið Grindvíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum.Óskar, Paul McShane, Alex Freyr, Matthías, Ameobi, Ólafur Örn, Magnús, Óli Baldur, Alexander, Daníel Leó og Loic Ondo. Óskar Pétursson átti mjög góðan leik en bæði lið fengu ágæt færi til að tryggja öll 3 stigin.  Paul McShane …

Fjórir Grindvíkingar bikarmeistarar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Njarðvík var í dag bikarmeistari kvenna. Frábær árangur hjá nágrönnum okkar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Grindavík á smá part í sigrinum því í byrjunarliðinu voru þrjár stelpur úr Grindavík þær Petrúnella Skúladóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Fjórði leikmaðurinn, Andrea Björt Ólafsdóttir, tók einnig þátt í leiknum.

Öruggur sigur liðsheildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express þegar þeir lögðu Val í gærkveldi 119-81 Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að allir leikmenn á skýrslu fengu meira en 8 mínútur af leiktíma og komust allir 12 á blað.   Ekki nóg með það þá tóku allir 12 leikmenn frákast í leiknum og allir nema einn með stoðsendingu.   Af …

Mikilvægur sigur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Síðasta fimmtudag léku stelpurnar við Stjörnuna. Þetta var sannkallaður toppslagur því bæði lið voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Stelpurnar byrjuðu vel og sýndu strax að þær ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik. Mikil barátta og leikgleði einkenndi leik okkar stelpna og staðan eftir fyrsta leikhluta var 7-19. Varnarleikurinn var afar góður og í kjölfarið fylgdu auðveldar …

Watson……

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í síðasta leik á móti ÍR bar mest á J´nathan Bullock sem skoraði 51 stig, Giordan Watson tók við keflinu í kvöld á móti Tindastóli og setti 40 stig og var víst algerlega óstöðvandi í tiltölulega öruggum sigri okkar manna, 96-105. Ég var sem fyrr, ekki á leiknum en sá fyrri hálfleikinn að mestu leyti á netinu og vil hrósa …