Fjórir Grindvíkingar bikarmeistarar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Njarðvík var í dag bikarmeistari kvenna.

Frábær árangur hjá nágrönnum okkar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Grindavík á smá part í sigrinum því í byrjunarliðinu voru þrjár stelpur úr Grindavík þær Petrúnella Skúladóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Fjórði leikmaðurinn, Andrea Björt Ólafsdóttir, tók einnig þátt í leiknum.