Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur mánudaginn 14. maí kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla formanns Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin
Jafntefli í fyrsta leik
Grindavík byrjaði Pepsi deildina með jafntefli á sterkum útvelli. Leikur FH og Grindavíkur í fyrra fór 7-2 en það er harla ólíklegt að Grindavíkurliðið muni fá á sig svo mörg mörk í einum leik með núverandi skipulagi. Varnarvinnan er mjög góð og þó að skemmtanagildið minnki aðeins þá munu við fá hagstæðari úrslit ef eitthvað er að marka leikinn í …
FH – Grindavík á morgun
Eftir langa bið er fótboltatímabilið að byrja aftur. Fyrsti leikur á morgun gegn FH í Kaplakrika. Liðin mættust í vetur í Fótbolti.net mótinu þar sem leikar fóru 1-1 en leikur liðanna á síðsta ári á Kaplakrika fór ekki eins vel. Fróðlegt verður að sjá hvernig Guðjón stillir liði sínu upp og þá sérstaklega miðjunni. Þeir sem spiluðu flesta leikina …
Spá forráðamanna og fjölmiðla
Pepsi deild karla hefst á sunnudaginn með leik Grindavíkur og FH í Kaplakrika. Í dag var spá forráðamanna liða í Pepsi deild birt. Grindavík fékk 128 stig og lenda í 9.sæti samkvæmt spánni. KR er spáð sigri en Keflavík og Selfoss falli um deild. Fjölmiðlar hafa einnig verið að spá og spekúlera og lendir Grindavík í 9. sæti hjá Fréttablaðinu …
Grindavík-Víkingur á morgun
Grindavík hefur oft spilað einn af sínum síðustu æfingarleikjum fyrir Íslandsmótið á gamla aðalvellinum 1.maí. Árið í ár er engin undantekning því Grindavík mætir Víking á morgun klukkan 11:00 Liðið er að taka á sig lokamynd fyrir tímabilið og því forvitnilegt að sjá hvernig Guðjón stillir upp liðinu á morgun. Eitthvað er um meiðsli og er t.d. Alexander Magnússon að …
Grindavík spáð 10 sæti
Fótbolti.net hefur fengið fótboltaspekinga til að spá fyrir um gengi liða í Pepsi deildinni í sumar. Grindavík er spáð 10.sæti Spánna má sjá á þessum tengli en í henni segir Heimir Hallgrímsson m.a. að strykleikar liðsins verða “varnarleikur verður þeirra aðalsmerki og styrkleiki í sumar. Þeir munu verða það lið sem verður hvað erfiðast að brjóta niður. Það verður helsta …
Gunnar besti ungi leikmaðurinn hjá Ipswich
Gunnar Þorsteinsson sem er á mála hjá Ipswich var í gær valinn “young player of the season” á lokahófi leikmanna. Fyrr í vikunni varð hann fyrir valinu sem besti leikmaður unglingaliðsins hjá stuðningsmannaklúbb liðsins, svokallaðan Dale Roberts bikar. Carlos Edwards var hinsvegar valinn leikmaður tímabilsins hjá aðalliðinu. Gunnar hefur leikið vel með U18 ára liði Ipswich í vetur en hann …
Nýjir leikmenn
Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir sumarið en Jordan Edridge og Gavin Morrison munu leika með liðinu í Pepsi-deildinni. Jordan hefur verið til skoðunar hjá Grindvíkingum undanfarið en Gavin er væntanlegur til landsins á morgun. Gavin leikur með Inverness og kemur þaðan að láni. Báðir spila þeir á miðjunni. Gavin er 22 ára en hann spilaði fimm leiki með Inverness í skosku …
Árskort fyrir fótboltasumarið til sölu
Knattspyrnudeildin hefur hafið sölu á árskortum á Grindavíkurvöll í sumar. GullkortSúpa og brauð í Salthúsinu fyrir leik og kaffi í Gula húsinu í hálfleik kr. 16.000. Gildir á alla heimaleiki í Pepsídeild VenjulegtGildir á alla heimaleiki í Pepsídeild, verð 11.000 kr. Barnakort 11-16 ára 4.000 krónur Ársmiðar verða seldir í Gulahúsinu og í síma 426-8605
Grindavík 4 – Höttur 1
Grindavík tók á móti Hetti í sjöundu umferð Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í dag. Gömul keppa úr Grindavík, Eysteinn Húni Hauksson, stýrir liði Hattar sem fór upp um deild síðasta sumar og var þetta fyrsti leikur sem Eysteinn stýrir á móti sínu gamla félagi. Leikurinn var síðasti hjá Grindavík í Lengjubikarnum en nokkur stígandi hefur verið í síðustu leikjum, unnu Val …