Spá forráðamanna og fjölmiðla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Pepsi deild karla hefst á sunnudaginn með leik Grindavíkur og FH í Kaplakrika.  Í dag var spá forráðamanna liða í Pepsi deild birt. 

Grindavík fékk 128 stig og lenda í 9.sæti samkvæmt spánni.  KR er spáð sigri en Keflavík og Selfoss falli um deild.

Fjölmiðlar hafa einnig verið að spá og spekúlera og lendir Grindavík í 9. sæti hjá Fréttablaðinu og Stöð2sport og 10. sæti hjá fótbolti.net.  Morgunblaðið birtir spá sína í fyrramálið.