Sigurgangan heldur áfram

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna halda áfram að skora og skora en í þetta skipti lögðu þær Sindra frá Hornafirði 4-0 Grindavík er því á toppi B riðils 1.deild kvenna með mjög góða markatölu.  Í gær voru það Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Hafdís Mjöll Pálmadóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir(2 mörk) sem skoruðu mörkin. Grindavík situr því á 1. sætinu með 14 stig …

Ingibjörg fyrirliði á Grindavíkurvellinum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ísland og Þýskalands mætast á Grindavíkurvelli klukkan 16:00 í dag á Norðurlandamóti U17 kvenna.  Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er fyrirliði liðsins. Byrjunarliðið er þannig skipað: Markmaður:  Hafdís Erla Gunnarsdóttir Miðverðir:  Bergrós Lilja Jónsdóttir og Eva Bergrín Ólafsdóttir Bakverðir:  Arna Dís Arnþórsdóttir (vinstri), Tanja Líf Davíðsdóttir (hægri) Miðjumenn:  Lillý Rut Hlynsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir (fyrirliði) Sóknartengiliður:  Petrea Björt Sævarsdóttir Kantmenn:  Sigríður María …

Grindavík 1 – Selfoss 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Selfoss í 8. umferð 1.deild karla í gærkveldi. Liðin eru bæði í uppbyggingaferli eftir fall úr efstu deild í fyrra og virðist það ferli ganga vel hjá báðum.  Leikurinn var hin fínasta skemmtun og nokkuð um ágæt færi.   Strax á upphafsmínútunni kom fyrsta góða færið í leiknum. Grindavík byrjaði á miðju og sendu boltann upp …

Stórsigur gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar áttu aldeilis stórleik í gær þegar þær tóku á móti grönnum sínum í Keflavík Var þetta leikur úr annarri umferð sem frestaður var á sínum tíma vegna veðurs.  Stelpurnar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og komust yfir strax á 7. mínútu.  Staðan var orðin 7-0 í hálfleik og því bara spurning hversu stór sigurinn yrði.   Í …

Grindavík – Selfoss

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Selfoss í áttundu umferð 1.deild karla í kvöld klukkan 19:15 Er þetta leikur liðanna sem féll á síðsta tímabili.  Gangur liðanna á þessu tímabili hefur hinsvegar verið ólíkur.  Grindavík situr á toppi deildarinnar en Selfoss um miðja deild.  Gestirnir eru hinsvegar að rétta úr kútnum og hafa gert tvö jafntefli og sigur í síðustu þremur leikjum. …

Grindavík – Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Frestaður leikur Grindavíkur og Keflavík fer fram í kvöld klukkan 19:15 Er þetta leikur í annari umferð 1.deild kvenna sem var frestað á sínum tíma. Grindavík er ósigrað í deildinni en hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Fjölni og Hetti.  Það er því komið að sigurleik ef stelpurnar ætla að halda sér í toppbaráttu í riðlinum. Grindvíkingar …

Markmannsæfingar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markmannsæfingar hjá yngri flokkunum í fótbolta hefjast í dag. Á mánudögum kl. 16:15 eru markmannsæfingar fyrir 5., 6. og 7. flokk drengja og stúlkna. Á þriðjudögum kl. 16:15 eru markmannsæfingar fyrir 4. og 3. flokk drengja og stúlkna.

Grindavík 3 – Leiknir 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Leikni í sjöundu umferð 1.deild karla. Þessi lið eiga sér ekki langa sögu í innbyrðis viðureignum, 4 leikir milli liðanna fyrir þennan leik þar sem Grindavík hafði unnið 3 og eitt jafntefli.  Fjórði sigurinn kom í gær þar sem Grindavík vann leikinn 3-2. Matthías kom Grindavík yfir á 7. mínútu eftir hornspyrnu.  Var þetta eina markið …

Frí í knattspyrnuskólanum í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Engir skólar eru starfandi á þjóðhátíðardaginn og á það sama við um knattspyrnuskólann.  Tímar byrjar aftur í fyrramálið og hægt er einnig hægt að skrá sig í skólann þá.

Enn á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík heldur áfram sigurgöngu sinni og nú var það Þróttur sem okkar menn lögðu 3-0 Það var fyrst og fremst góður fyrri hálfleikur sem lagði grunninn að sigrinum.  Jósef og Juraj skoruðu tvö mörk með mínútu millibili, bæði stórglæsileg. Guðfinnur Ómarsson, sem spilaði með Þrótti á síðasta tímabili, kom inn á 76.mínútu og skoraði síðasta mark leiksins á 88. mínútu. …