Enn á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík heldur áfram sigurgöngu sinni og nú var það Þróttur sem okkar menn lögðu 3-0

Það var fyrst og fremst góður fyrri hálfleikur sem lagði grunninn að sigrinum.  Jósef og Juraj skoruðu tvö mörk með mínútu millibili, bæði stórglæsileg.

Guðfinnur Ómarsson, sem spilaði með Þrótti á síðasta tímabili, kom inn á 76.mínútu og skoraði síðasta mark leiksins á 88. mínútu.

Grindavík er því komið í þægilega stöðu á toppi deildarinnar og þrjú stig í Leikni eftir 6 umferðir.  BÍ gæti komið upp að Grindavík en þeir eiga leik til góða sem fer fram á sunnudaginn.

Næsti leikur hjá okkar mönnum er hinsvegar 22.juní þegar Leiknir mætir til Grindavíkur.