Sigurgangan heldur áfram

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna halda áfram að skora og skora en í þetta skipti lögðu þær Sindra frá Hornafirði 4-0

Grindavík er því á toppi B riðils 1.deild kvenna með mjög góða markatölu.  Í gær voru það Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Hafdís Mjöll Pálmadóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir(2 mörk) sem skoruðu mörkin.

Grindavík situr því á 1. sætinu með 14 stig eftir 6 umferðir.  KFG og KFS eru á toppi A riðils.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Völsungi á laugardaginn næstkomandi.