Risapottur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

18. janúar 2014 = Þriðji stóri seðill ársins! Við erum byrjaðir að selja í stóra seðilinn fyrir næsta laugardags. Potturinn fyrir 13 rétta er risastór þó hann nái nú ekki Íslandsmeti. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Þeir sem eiga inneign og ætla að nota e-ð af henni til að kaupa hlut …

Tækniæfingar á morgnana í Hópinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 5, 4 og 3.flokki drengja og stúlkna næstu miðvikudaga frá kl.06:10-07:00 á morgnana í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.

Grindavík – FH

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrsti leikur Grindavíkur í fótbolti.net mótinu fer fram í kvöld klukkan 21:30.  Mótið er árlegt og fer á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppa í Reykjavíkurmótinu. Grindavík spilar í A riðli með FH, Breiðablik og Keflavík og spila í kvöld, sunnudaginn 19.janúar og laugardaginn 25.janúar

Benóný Þórhallsson semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Benóný Þórhallsson hefur samið við Grindavík til 4 ára eða út árið 2017. Benóný er uppalin í Grindavík og spilaði í fyrra 6 leiki í Lengjubikar og 2 leiki í 1.deild ásamt því að sjá um markmannsæfingar hjá yngri flokkum.   Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Enn einn Risapottur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það verður enn einn risapottur í getraunum um helgina en potturinn að þessu sinni stefnir í 230 milljónir, Það gekk ekki alveg nógu vel um síðustu helgi en vinningurinn var undir 200kr á hlut og því ekki greiddur út. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur skal safna liði o.s.frv. Sala er hafin á hlutum í Risakerfi fyrir …

Daði Lárusson semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Daði Lárusson hefur verið ráðin sem markmannsþjálfari Knattspyrnudeildar Grindavíkur.  Daði mun hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun meistaraflokks, 2. og 3. flokks. Á ferlinum sínum, sem spannar um 20 ár í meistaraflokkir, spilaði Daði lengstum með FH en einnig hjá Haukum og Skallagrím ásamt 3 A landsliðsleikjum. Meðfylgjandi er mynd af Daða ásamt Jónasi Karli Þórhallssyni formanni Knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirritun samningssins.

220 milljónir og risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það verður 220 milljóna risapottur í getraunum um helgina og að sjálfsögðu ætlum við að hafa Risakerfi í getraunaþjónustinni, hluturinn kostar 3000kr. og menn geta keypt eins marga hluti og þeir vilja.    Þeir sem ætla að vera með eiga að leggja inná reikning 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda staðfestingu á email bjarki@thorfish.is eða mæta upp Gula hús um helgina en það …

Firmakeppni aflýst

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Firmakeppni knattspyrnudeildarinnar sem átti að fara fram hefur verið aflýst vegna dræmrar þáttöku.

390 milljónir, risakerfi og jólaglögg

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Boðið verður upp á stærsta pott Íslandssögunnar í Getraunum um næstu helgi þegar áætluð vinningsupphæð verður 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðlinum.   Auðvitað ætlum við að ná þessum millum til Grindavíkur og gert verður Risakerfi það stærsta hingað til.  Hluturinn kostar 3000kr.   Þeir sem ætla að vera með eiga að leggja inná reikning 0143-05-60020, kt: 640294-2219 …

Firmakeppnin 2013

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar UMFG og Eimskip verður haldin föstudaginn 27.desember.  Skráningar eru hafnar hjá Eiríki á umfg@centrum.is eða 426-8605