Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar spiluðu við lið Álftaness í gær og sigruðu 2-0. Voru Grindvíkingar miklu betri aðilinn og stjórnuðum leiknum frá byrjun. Heimastúlkur pökkuðu í vörn og því erfitt að sækja á pakkann. Fyrra markið var sjálfsmark og það seinna skoraði Lauren Brennan. Grindavík er því áfram í toppsæti B-riðils 1. deildar, en þrjú lið eru með 9 stig eftir 4 leiki. Næsti …

Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld – Fylkir í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður sannkallaður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld en þá koma Fylkismenn í heimsókn í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Grindvíkingar hafa verið á miklu flugi í upphafi sumars og sitja í efsta sæti Inkasso-deildarinnar meðan hvorki gengur né rekur hjá Fylkismönnum sem sitja á botni Pepsi-deildarinnar, sigurlausir. Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga …

Vinningshafar í happadrætti meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu stóð fyrir happadrætti á Sjóaranum síkáta með glæsilegum vinningum. Vinningshafar voru eftirfarandi og óskum við þeim til hamingju og þökkum um leið styrktaraðilum fyrir veittan stuðning. Vinningar verða afhentir vinningshöfum heim að dyrum    1 Grillveisla frá Kjöthúsið________________________Ólöf Bolladóttir2 Salthúsið 10.000 Gjafakort _____________________Ingigerður Gísladóttir3 Jói Útherji 10.000 Gjafakort_____________________Þorfinnur Gunnlaugsson4 Palóma 10.000 Gjafakort_______________________Herdís Gunnlaugsdóttir5 Úr frá 24Iceland ____________ …

Grindvíkingar tylltu sér á toppinn í báðum deildum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það var mikill fótboltadagur hjá Grindavík í gær en meistaraflokkslið beggja kynja áttu leik í gær, og bæði lið unnu góða sigra og sitja nú í efsta sæti sinna deilda. Stelpurnar sóttu Hauka heim á Ásvelli en Haukar voru taplausir fyrir leikinn í gær, sem endaði 0-3, Grindvíkingum í hag. Strákarnir tóku á móti Leikni frá Reykjavík og unnu virkilega …

Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í Borgunarbikar karla eftir sigur á KA í jöfnum og spennandi leik sem lauk með 1-0 sigri okkar manna. Björn Berg Bryde skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins en urðu þó fyrir nokkrum skakkaföllum í leiknum þar sem þeir Andri Rúnar Bjarnason og Úlfar Hrafn Pálsson …

Stelpurnar örugglega áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík sótti Aftureldingu heim í Borgunarbikar kvenna á mánudagskvöldið. Það er skemmst frá því að segja að okkar konur fóru með öruggan 0-4 sigur af hólmi og eru því komnar í 16-liða úrslit en þar mæta þær úrvalsdeildarliði Þór/KA á Akureyri þann 11. júní. Mörk Grindavíkur: – Sashana Carolyn Campbell ’15 – Dröfn Einarsdóttir ’62 – Sashana Carolyn Campbell ’66 …

5 mörk og toppsætið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar. Grindvíkingar fönguðu innilega eftir leik. Blaðamaður Fótbolta.net fékk …

Grindvíkingar komnir með markvörð og einn sóknarmann til

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til …

GG opnuðu leiktímabilið með sigri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. …

Gróttukonur straujaðar í opnunarleiknum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur fengu heldur betur fljúgandi start í B-riðli 1. deildar kvenna  þegar þær tóku lið Gróttu í létta kennslustund á Grindavíkurvelli í gær. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en Grindvíkingar voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sashana Pete Campbell skoraði á 28. mínútu. Brustu þá allar flóðgáttir við mark Gróttu …