GG opnuðu leiktímabilið með sigri

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. deildarleik í gær. Það er því ljóst að met Mark Duffield er í hættu, en Mark lék alls 400 deildarleiki á sínum ferli.

Markaskorarar GG:

1-0 Scott Ramsay ‘8
2-0 Ray Anthony Jónsson ’42
3-0 Jón Unnar Viktorsson ’66
4-0 Jón Unnar Viktorsson ’71

Leikskýrslan á ksí.is