Grindvíkingar tylltu sér á toppinn í báðum deildum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Það var mikill fótboltadagur hjá Grindavík í gær en meistaraflokkslið beggja kynja áttu leik í gær, og bæði lið unnu góða sigra og sitja nú í efsta sæti sinna deilda. Stelpurnar sóttu Hauka heim á Ásvelli en Haukar voru taplausir fyrir leikinn í gær, sem endaði 0-3, Grindvíkingum í hag. Strákarnir tóku á móti Leikni frá Reykjavík og unnu virkilega góðan 4-0 sigur á gestunum.

Þetta voru tveir hörkuleikir, eins og áður sagði voru Haukastúlkur taplausar í deildinni og þá voru Leiknismenn á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Stelpurnar voru 0-1 yfir í hálfleik en Haukar misstu leikmann útaf með rautt spjald í fyrri hálfleik og eftirleikurinn auðveldrari fyrir Grindvíkinga. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og Marjani Hing-Glover eitt.

Fyrri hálfleikur í leik Grindavíkur og Leiknis var nokkuð jafn og sumir á því að Leiknismenn hefðu jafnvel verið sterkara liðið en það eru mörkin sem telja og Grindavík setti eitt slíkt í fyrri hálfleik. Í þeim seinni virtist allur vindur úr gestunum og Grindavík gekk á lagið og setti þrjú mörk til viðbótar áður en yfir lauk. Mörk Grindavíkur skoruðu þeir Rodrigo Gomes Mateo, Andri Rúnar Bjarnason og varamaðurinn Juan Manuel Ortiz Jimenez setti tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins.

Umfjöllun fótbolta.net um leikinn

Viðtal fótbolta.net við Óla Stefán eftir leik