Grindvíkingar gengu í morgun frá samningum við nýjan leikmann þegar Brynjar Ásgeir Guðmundsson stakk niður penna í Gula húsinu. Brynjar sem er 24 ára og kemur frá FH getur leikið í flestum stöðum í vörn og miðju á og á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Brynjar velkominn til Grindavíkur Fótbolti.net greindi einnig frá: Brynjar Ásgeir …
Herrakvöld körfunnar nálgast
Nýjustu fréttir af herrakvöldi körfunnar sem verður haldið næstkomandi laugardag má lesa hér að neðan. UMFG.is tekur enga ábyrgð á þessum orðaflaumi sem hér birtist: „Nú hefur það verið staðfest að Jón Eðvald Halldórsson verður ræðumaður á laugardaginn kemur á Herrakvöldi körfunnar. Jón sem reyndar er Keflvíkingur eins og Sævar Sævars sem ætlar að sjá um veislustjórn er einnig svokallaður …
Jósef ekki með Grindavík í Pepsi-deildinni – að öllum líkindum á leið í Stjörnuna
Grindavík hefur orðið fyrir blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en fyrirliði liðsins, Jósef Kristinn Jósefsson, hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við liðið. Jósef hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarin ár og á 186 leiki að baki með Grindavík. Samkvæmt heimildum fótbolta.net mun hann leika með Stjörnunni á komandi sumri. Við hjá Grindavik.is þökkum Jobba kærlega fyrir hans …
Ásgeir Ingólfsson ekki með Grindavík í Pepsi-deildinni
Knattspyrnudeild UMFG hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Ásgeir Þór Ingólfsson sem leikið hefur með liðinu undanfarin tvö ár. Ásgeir, sem fæddur er árið 1990. kom til Grindavíkur frá Haukum og lék 36 leiki fyrir liðið og skoraði 2 mörk. Fótbolti.net greindi frá:Ásgeir Þór Ingólfsson er á förum frá Grindavík en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net …
Óli Stefán og Jankó áfram með Grindavík
Þær fréttir bárust í gær frá knattspyrnudeild UMFG að þeir Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic muni halda áfram sem þjálfarar Grindavíkur og þjálfa liðið saman í Pepsi-deildinni að ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr Inkasso-deildinni í sumar og var eftir því tekið hvað liðið spilaði skemmtilegan bolta en Grindavík skoraði liða mest í deildinni í sumar, 50 …
Juan Manuel Ortiz með Grindavík í Pepsi-deildinni að ári
Spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz skrifað að dögunum undir nýjan samning við Grindavík og verður með því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Ortiz er þrítugur að aldri og skoraði fimm mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni í sumar. Fótbolti.net greindi frá sem og Helgi Boga á Twitter
Daníel Leó á skotskónum með U-21 landsliðinu
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-4 tapi gegn Ungverjum í gær. Daníel kom Íslandi í 1-0 á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Ísland varð að vinna leikinn til að tryggja sig á Evrópumótið meðan að Úkraínumenn höfðu að engu að keppa. Þrátt fyrir að sækja nánast án afláts í fyrri hálfleik urðu mörkin hjá Íslandi …
Óli og Alex þjálfari og leikmaður ársins
Lokahóf Inkasso-deildarinnar var haldið síðastliðið föstudagskvöld og voru Grindvíkingar áberandi bestir þar. Fyrirliðar og þjálfarar í deildinni kusu í lið ársins, þjálfara ársins og besta leikmann deildarinnar. Í lið ársins voru þeir Jósef Kristinn Jósesson og Alexander Veigar Þórarinsson valdir í byrjunarliðið og Björn Berg Bryde og Gunnar Þorsteinsson á bekkinn. Þá var Alexander valinn besti leikmaður ársins og Óli …
Alexander og Linda valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar
Lokahófið knattspyrnudeildar UMFG fór fram í með glæsibrag þann 24. september í íþróttahúsinu okkar og voru gestir á fjórða hundruð. Bjarni Óla eða Bíbbinn töfraði fram hlaðborð kvöldsins. Selma Björns og Regína Ósk trylltu lýðinn, Hjalli og Bjarki stóðu sig vel sem veislustjórar og að lokum spilaði hljómsveitin Brimnes undir dansi í rúma 3 tíma án þess að taka sér …
Kristijan Jajalo og William Daniels áfram með Grindavík
Grindvíkingar eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir Pepsi-deildina á næsta ári. Tveir erlendir leikmenn hafa framlengt samninga sína við liðið, en það eru Kristijan Jajalo markvörður og sóknarmaðurinn William Daniels. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við liðið. Kristijan Jajalo er 23 ára markvörður frá Bosnínu-Hersegóvínu. Hann kom til liðsins í lok júlí þegar leikmannamarkaðurinn opnaði á …